Eflum samgöngur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur Steinn Jóhannsson skrifar 10. apríl 2022 14:00 Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Hvernig getum við stutt betur við þessa þróun á komandi árum? Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að styðja við, bæta og efla umhverfisvænar samgöngur. Í stefnu okkar segir: „Uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar verði flýtt eins og kostur er, sem og öðrum framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem eru mannaflafrek og skila miklum loftslagsávinningi.“ Í samræmi við stefnuna er mikilvægt á næstu árum að breikka stíga og greina meira á milli hjólandi og gangandi vegfarenda þar sem þessi hópur fer ört stækkandi. Jafnframt þarf Hafnarfjörður að huga betur að uppbyggingu stofnleiða og tengja við önnur sveitarfélög. Huga þarf sérstaklega að því að tengja þessar stofnleiðir við Borgarlínuna. Einnig þarf að skoða betri tengingu fyrir þennan hóp að útivistarperlum í nágrenni bæjarins. Nægir þar að nefna Helgafellið og er tilvalið að gera göngu- og hjólastíg að bílastæðunum skammt frá Helgafellinu. Einnig þarf að huga að stíg samhliða Krísuvíkurveginum í samvinnu við Vegagerðina en vegurinn er einn vinsælasti á meðal hjólreiðamanna og oft er þeim mikil hætta búin af þungaflutningum sem koma frá Vatnsskarðsnámunni. Til viðbótar má nefna að skynsamleg framkvæmd væri að byggja stíg meðfram allri strandlengjunni þar sem golfvöllur Keilis er staðsettur. Áðurnefndar breytingar myndu auka aðdráttarafl Hafnarfjarðar, stuðla að umhverfisvænni samgöngum og styðja vel við lýðheilsustefnu stjórnvalda og stuðla að aukinni útivist. Það er þörf á byltingu í almenningssamgöngum og Samfylkingin mun beita sér fyrir því á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 21. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Hvernig getum við stutt betur við þessa þróun á komandi árum? Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að styðja við, bæta og efla umhverfisvænar samgöngur. Í stefnu okkar segir: „Uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar verði flýtt eins og kostur er, sem og öðrum framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem eru mannaflafrek og skila miklum loftslagsávinningi.“ Í samræmi við stefnuna er mikilvægt á næstu árum að breikka stíga og greina meira á milli hjólandi og gangandi vegfarenda þar sem þessi hópur fer ört stækkandi. Jafnframt þarf Hafnarfjörður að huga betur að uppbyggingu stofnleiða og tengja við önnur sveitarfélög. Huga þarf sérstaklega að því að tengja þessar stofnleiðir við Borgarlínuna. Einnig þarf að skoða betri tengingu fyrir þennan hóp að útivistarperlum í nágrenni bæjarins. Nægir þar að nefna Helgafellið og er tilvalið að gera göngu- og hjólastíg að bílastæðunum skammt frá Helgafellinu. Einnig þarf að huga að stíg samhliða Krísuvíkurveginum í samvinnu við Vegagerðina en vegurinn er einn vinsælasti á meðal hjólreiðamanna og oft er þeim mikil hætta búin af þungaflutningum sem koma frá Vatnsskarðsnámunni. Til viðbótar má nefna að skynsamleg framkvæmd væri að byggja stíg meðfram allri strandlengjunni þar sem golfvöllur Keilis er staðsettur. Áðurnefndar breytingar myndu auka aðdráttarafl Hafnarfjarðar, stuðla að umhverfisvænni samgöngum og styðja vel við lýðheilsustefnu stjórnvalda og stuðla að aukinni útivist. Það er þörf á byltingu í almenningssamgöngum og Samfylkingin mun beita sér fyrir því á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 21. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar