Fær hálfa milljón í bætur vegna uppsagnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2022 14:13 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar Vísir/Sigurjón. Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli Þorgeirs gegn sveitarfélaginu. Þar krafðist hann þess að fá greidd biðlaun auk miskabóta vegna uppsagnar hans fyrir um ári síðan. Greint var frá því í apríl í fyrra að Strandabyggð hafði sagt Þorgeiri upp störfum. Þorgeir var ósáttur við þetta og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði engin rök hafa verið færð fyrir uppsögninni. Þorgeir höfðaði mál á hendur Strandabyggð þar sem hann taldi sig eiga rétt á biðlaunum, auk miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að Þorgeir ætti ekki rétt á biðlaunum. Dómurinn tók hins vegar til greina kröfu Þorgeirs um að uppsögn hans hefði verið óverðskulduð og framkvæmd með þeim hætti að hún hafi orðið honum til álitshnekkis. Strandabyggð vildi hins vegar meina að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að segja honum upp. Staða sveitarstjóra væri pólitísk staða og byggja mætti á pólitískum sjónarmiðum vegna uppsagnar. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að það liggi ekki fyrir með skýrum hætti af hverju Þorgeiri hafi verið sagt upp, utan að hann hafi verið upplýstur um að hann og sveitarstjórn gengu ekki í takt. Í dóminum er einnig vísað í bréf sem Þorgeir sendi sveitarstjórnarfulltrúm undir lok árs 2019, þar sem hann óskaði eftir því að samskipti á milli sveitarstjóra og sveitarstjórnar yrðu bætt. Bréfinu var ekki svarað. Úr Strandabyggð.Vísir/Vilhelm. Féllst héraðsdómur á að Þorgeiri hafi verið sagt upp án efnislegra skýringa og án þess að leitað hafi verið eftir að ná sátt um það hvernig hann rækti starf sitt. Hann ætti því rétt á miskabótum. Sveitarstjórninni bar að verða við beiðni um að ræða samskiptin Segir í dómi héraðsdóms að sveitarstjórninni hafi borið að verða við beiðni Þorgeirs um að ræða samskipti aðila og þá eftir atvikum veita honum áminningu eða gefa honum færi á því að bæta úr því sem á að kynni að vanta að mati sveitarstjórnarinnar. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði séð að pólitískar breytingar hafi átt sér stað í sveitarstjórninni á þessum tíma. Að auki hafi ekki verið upplýst hver sá pólitíski ágreiningur hafi verið sem á að hafa komið upp á milli Þorgeirs og sveitarstjórnarinnar. Telur dómurinn að uppsögn Þorgeirs hafi verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti, með því að vísa honum af vinnustað. Ekki hafi verið útskýrt hvers vegna þessi flýtir hafi verið nauðsynlegur. Þarf Strandabyggð því að greiða Þorgeiri fimm hundruð þúsund krónur en við ákvörðunar fjárhæðar miskabóta var litið til þeirrar röskunar á högum Þorgeirs og fjölskyldu hans sem um ræddi með því að sveitarfélagið lauk ráðningarsambandinu áður en ráðningartími var úti, sem að mati dómsins var til þess fallið að vekja upp efasemdir um hæfni hans til starfa, án þess að gefa honum færi á að bæta úr eða upplýsa á hvern hátt hann og sveitarstjórn stefnda gengju ekki takt. Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Strandabyggð Tengdar fréttir Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli Þorgeirs gegn sveitarfélaginu. Þar krafðist hann þess að fá greidd biðlaun auk miskabóta vegna uppsagnar hans fyrir um ári síðan. Greint var frá því í apríl í fyrra að Strandabyggð hafði sagt Þorgeiri upp störfum. Þorgeir var ósáttur við þetta og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði engin rök hafa verið færð fyrir uppsögninni. Þorgeir höfðaði mál á hendur Strandabyggð þar sem hann taldi sig eiga rétt á biðlaunum, auk miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að Þorgeir ætti ekki rétt á biðlaunum. Dómurinn tók hins vegar til greina kröfu Þorgeirs um að uppsögn hans hefði verið óverðskulduð og framkvæmd með þeim hætti að hún hafi orðið honum til álitshnekkis. Strandabyggð vildi hins vegar meina að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að segja honum upp. Staða sveitarstjóra væri pólitísk staða og byggja mætti á pólitískum sjónarmiðum vegna uppsagnar. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að það liggi ekki fyrir með skýrum hætti af hverju Þorgeiri hafi verið sagt upp, utan að hann hafi verið upplýstur um að hann og sveitarstjórn gengu ekki í takt. Í dóminum er einnig vísað í bréf sem Þorgeir sendi sveitarstjórnarfulltrúm undir lok árs 2019, þar sem hann óskaði eftir því að samskipti á milli sveitarstjóra og sveitarstjórnar yrðu bætt. Bréfinu var ekki svarað. Úr Strandabyggð.Vísir/Vilhelm. Féllst héraðsdómur á að Þorgeiri hafi verið sagt upp án efnislegra skýringa og án þess að leitað hafi verið eftir að ná sátt um það hvernig hann rækti starf sitt. Hann ætti því rétt á miskabótum. Sveitarstjórninni bar að verða við beiðni um að ræða samskiptin Segir í dómi héraðsdóms að sveitarstjórninni hafi borið að verða við beiðni Þorgeirs um að ræða samskipti aðila og þá eftir atvikum veita honum áminningu eða gefa honum færi á því að bæta úr því sem á að kynni að vanta að mati sveitarstjórnarinnar. Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði séð að pólitískar breytingar hafi átt sér stað í sveitarstjórninni á þessum tíma. Að auki hafi ekki verið upplýst hver sá pólitíski ágreiningur hafi verið sem á að hafa komið upp á milli Þorgeirs og sveitarstjórnarinnar. Telur dómurinn að uppsögn Þorgeirs hafi verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti, með því að vísa honum af vinnustað. Ekki hafi verið útskýrt hvers vegna þessi flýtir hafi verið nauðsynlegur. Þarf Strandabyggð því að greiða Þorgeiri fimm hundruð þúsund krónur en við ákvörðunar fjárhæðar miskabóta var litið til þeirrar röskunar á högum Þorgeirs og fjölskyldu hans sem um ræddi með því að sveitarfélagið lauk ráðningarsambandinu áður en ráðningartími var úti, sem að mati dómsins var til þess fallið að vekja upp efasemdir um hæfni hans til starfa, án þess að gefa honum færi á að bæta úr eða upplýsa á hvern hátt hann og sveitarstjórn stefnda gengju ekki takt.
Dómsmál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Strandabyggð Tengdar fréttir Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. 22. apríl 2021 20:01