Samkeppnisstofnun leyfir fákeppni á ferðamarkaði: Ítrekuð samkeppnisbrot leyfð á annað ár Andri Már Ingólfsson skrifar 11. apríl 2022 16:01 Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar. Á annað ár hefur samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, eftir að Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða, verið til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun og starfsmenn hennar fengið fjölda gagna um eðli íslensks ferðamarkaðar, stærð, fjölda farþega, árstíðardreifingu o.s.frv. Frá upphafi hefur legið fyrir að þessi samruni er algjörlega á skjön við eðlilega samkeppni á markaði. Það myndi þýða að einn aðili á markaði yrði með 65% markaðshlutdeild og myndi tryggja sér yfirburðastöðu á markaði. Hinn aðilinn er Vita, sem er auðvitað með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá Icelandair þar sem óljóst er hver greiðir fyrir sætin á hvern áfangstað. Slíkt hefur aldrei verið leyft á þeim mörkuðum sem við berum okkur saman við, þar má nefna öll löndin í Skandínavíu, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi o.s. frv. Til að bæta gráu ofaná svart, þá hefur Samkeppnisstofnun látið óátalin fjölda brota á samkeppnislögum á annað ár, en Samkeppnislög eru algjörlega skýr hvað varðar óeðlilega viðskiptahætti og brot á lögunum. Þar ber helst að nefna: Samráð um framboð samkeppnisaðila Samræming verðlags samkeppnisaðila. Sameiginleg innkaup samkeppnisaðila Takmörkun og stýring á framboði milli samkeppnisaðila. Í öllum ofangreinum tilfellum hafa fjöldi brota verið framin síðustu misseri í blóra við lög og þær reglur sem öðrum aðilum er gert að vinna eftir í greininni. Nú þegar er búið að samþætta rekstur fyrirtækjanna þrátt fyrir að úrskurður Samkeppnisstofnunar liggi ekki fyrir. Samkeppnisstofun hefur verið bent á þessi brot ítrekað, en hún hefur látið þau óátalin, þrátt fyrir alvarlegan refsiramma laganna. Það má með sama hætti leggja drög að því að Byko og Húsasmiðjan mættu sameinast, að Sjóvá og VÍS mættu sameinast, og fjölda annarra dæma mætti tilgreina. Meðan í gildi eru lög um rekstur ferðaskrifstofa og á hvaða grunni þær skuli starfa, hlýtur að þurfa að fara að lögum, og ekki hægt að þrýsta í gegn óeðlilegri sameiningu, þrátt fyrir mikla pressu frá kerfinu og fjármálastofnunum á Samkeppnisstofnum. Undirritaður stofnaði Heimsferðir fyrir 30 árum, og rak við góðan orðstýr í 28 ár þar til Arionbanka hugnaðist að taka yfir reksturinn. Aldrei á því tímabili hefði komið til greina, né staðið til boða að mynda fyrirtæki á Íslenskum markaði sem stjórnaði 65% af markaðinum. Undirritaður skorar á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins að taka ákvörðun í anda laganna og tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar, og láta ekki þrýsting frá öðrum aðilum ráða niðurstöðu eins og því miður er þekkt í Íslensku þjóðfélagi. Undirritaður er forstjóri og eigandi Ferðaskrifstofunnar Aventura, og stofnandi og fyrrum eigandi Heimferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið talinn einn af grunnþáttum á heilbrigðri samkeppni á litlum markaði eins og Ísland er, að tryggja eðlilega samkeppni í sölu á vöru og þjónustu, enda nauðsynlegt þar sem Ísland er eitt dýrasta land í Evrópu og tryggja þarf heilbrigða samkeppni til að halda verðlagi í skefjum og tryggja gæði þjónustunnar. Á annað ár hefur samruni Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, eftir að Arion banki tók yfir rekstur Heimsferða, verið til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun og starfsmenn hennar fengið fjölda gagna um eðli íslensks ferðamarkaðar, stærð, fjölda farþega, árstíðardreifingu o.s.frv. Frá upphafi hefur legið fyrir að þessi samruni er algjörlega á skjön við eðlilega samkeppni á markaði. Það myndi þýða að einn aðili á markaði yrði með 65% markaðshlutdeild og myndi tryggja sér yfirburðastöðu á markaði. Hinn aðilinn er Vita, sem er auðvitað með ótakmarkaða rekstrartryggingu frá Icelandair þar sem óljóst er hver greiðir fyrir sætin á hvern áfangstað. Slíkt hefur aldrei verið leyft á þeim mörkuðum sem við berum okkur saman við, þar má nefna öll löndin í Skandínavíu, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi o.s. frv. Til að bæta gráu ofaná svart, þá hefur Samkeppnisstofnun látið óátalin fjölda brota á samkeppnislögum á annað ár, en Samkeppnislög eru algjörlega skýr hvað varðar óeðlilega viðskiptahætti og brot á lögunum. Þar ber helst að nefna: Samráð um framboð samkeppnisaðila Samræming verðlags samkeppnisaðila. Sameiginleg innkaup samkeppnisaðila Takmörkun og stýring á framboði milli samkeppnisaðila. Í öllum ofangreinum tilfellum hafa fjöldi brota verið framin síðustu misseri í blóra við lög og þær reglur sem öðrum aðilum er gert að vinna eftir í greininni. Nú þegar er búið að samþætta rekstur fyrirtækjanna þrátt fyrir að úrskurður Samkeppnisstofnunar liggi ekki fyrir. Samkeppnisstofun hefur verið bent á þessi brot ítrekað, en hún hefur látið þau óátalin, þrátt fyrir alvarlegan refsiramma laganna. Það má með sama hætti leggja drög að því að Byko og Húsasmiðjan mættu sameinast, að Sjóvá og VÍS mættu sameinast, og fjölda annarra dæma mætti tilgreina. Meðan í gildi eru lög um rekstur ferðaskrifstofa og á hvaða grunni þær skuli starfa, hlýtur að þurfa að fara að lögum, og ekki hægt að þrýsta í gegn óeðlilegri sameiningu, þrátt fyrir mikla pressu frá kerfinu og fjármálastofnunum á Samkeppnisstofnum. Undirritaður stofnaði Heimsferðir fyrir 30 árum, og rak við góðan orðstýr í 28 ár þar til Arionbanka hugnaðist að taka yfir reksturinn. Aldrei á því tímabili hefði komið til greina, né staðið til boða að mynda fyrirtæki á Íslenskum markaði sem stjórnaði 65% af markaðinum. Undirritaður skorar á Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins að taka ákvörðun í anda laganna og tryggja sjálfstæði Samkeppnisstofnunar, og láta ekki þrýsting frá öðrum aðilum ráða niðurstöðu eins og því miður er þekkt í Íslensku þjóðfélagi. Undirritaður er forstjóri og eigandi Ferðaskrifstofunnar Aventura, og stofnandi og fyrrum eigandi Heimferða.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar