Geislavirkur ráðherra kominn nær því að þurfa að íhuga stöðu sína Snorri Másson skrifar 11. apríl 2022 21:19 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kominn nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega eftir að misbrestir komu í ljós við söluna á Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan hefur verið sögð gera of mikið mál úr bankasölunni en Kristrún segir þetta raunar ekki ánægjulegt mál til að vinna með í stjórnarandstöðu. „Þetta er alvarlegt mál fyrir trúverðugleika stjórnvalda, trúverðugleika bankakerfisins og þetta hefur bara mjög þung áhrif á samfélagið,“ segir Kristrún. Þegar séu þættir komnir fram sem varpi rýrð á ferlið, óháð því hver niðurstaða sérstakrar úttektar verði. Þar nefnir Kristrún þá staðreynd að miðlarar hafi líka verið kaupendur: „Það fer út fyrir öll eðlileg siðferðismörk í heilbrigðum viðskiptum.“ Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um framferði Bjarna Benediktssonar í tengslum við söluna á Íslandsbanka í Íslandi í dag.Vísir/Einar Kristrún nefnir einnig að erlendir sjóðir sem í síðasta útboði seldu sig hratt út úr bankanum eftir útboð hafi aftur fengið að kaupa í bankanum nú. Loks nefnir Kristrún einnig háan kostnað við útboðið sem hafi átt að vera lágkostnaðarútboð. Kristrún segir Bjarna bera fyrir sig að hann hafi raunar haft litla vitneskju um allt útboðið. „Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra er í æðsta embætti þegar kemur að sölu þessarar eignar og á að sjá um að gæta hagsmuna almennings í þessu máli. Ef fjármálaráðherra er kominn á þann stað í íslenskri pólitík að hann þyki svo geislavirkur þegar kemur að sölu banka að hann megi ekki einu sinni koma að því að sjá hverjir kaupa án þess að hafa möguleg áhrif til spillingar, þá er það bara mjög alvarlegt mál,“ segir Kristrún. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nú hefur fjármálaeftirlitið einnig hafið rannsókn.Vísir/Vilhelm Minnsta skrefið sé að láta stjórnendur Bankasýslunnar víkja, sem hafi þó ekki verið gert. Á meðan veikist staða Bjarna að sögn Kristrúnar: „Á þessu stigi held ég að hann sé að komast nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega vegna þess að það virðist ekki vera vilji til að viðurkenna augljósa misbresti.“ Næsti formaður? Í öðrum fréttum af Kristrúnu Frostadóttur er það að hún er nýkomin úr hringferð um landið og á þar samtals þrjátíu og sjö fundi að baki. Það er ekki laust við að sú spurning vakni í tengslum við þá ferð hvort Kristrún hafi í hyggju að sækjast eftir formannsembætti Samfylkingarinnar á landsfundi í haust. „Auðvitað er þetta eitthvað sem ég er að velta fyrir mér. Það hafa margir komið til mín og rætt þetta við mig en ég hef enga ákvörðun tekið í þessu máli. Það er aldrei hægt að útiloka neitt.“ Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur verið sögð gera of mikið mál úr bankasölunni en Kristrún segir þetta raunar ekki ánægjulegt mál til að vinna með í stjórnarandstöðu. „Þetta er alvarlegt mál fyrir trúverðugleika stjórnvalda, trúverðugleika bankakerfisins og þetta hefur bara mjög þung áhrif á samfélagið,“ segir Kristrún. Þegar séu þættir komnir fram sem varpi rýrð á ferlið, óháð því hver niðurstaða sérstakrar úttektar verði. Þar nefnir Kristrún þá staðreynd að miðlarar hafi líka verið kaupendur: „Það fer út fyrir öll eðlileg siðferðismörk í heilbrigðum viðskiptum.“ Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um framferði Bjarna Benediktssonar í tengslum við söluna á Íslandsbanka í Íslandi í dag.Vísir/Einar Kristrún nefnir einnig að erlendir sjóðir sem í síðasta útboði seldu sig hratt út úr bankanum eftir útboð hafi aftur fengið að kaupa í bankanum nú. Loks nefnir Kristrún einnig háan kostnað við útboðið sem hafi átt að vera lágkostnaðarútboð. Kristrún segir Bjarna bera fyrir sig að hann hafi raunar haft litla vitneskju um allt útboðið. „Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra er í æðsta embætti þegar kemur að sölu þessarar eignar og á að sjá um að gæta hagsmuna almennings í þessu máli. Ef fjármálaráðherra er kominn á þann stað í íslenskri pólitík að hann þyki svo geislavirkur þegar kemur að sölu banka að hann megi ekki einu sinni koma að því að sjá hverjir kaupa án þess að hafa möguleg áhrif til spillingar, þá er það bara mjög alvarlegt mál,“ segir Kristrún. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nú hefur fjármálaeftirlitið einnig hafið rannsókn.Vísir/Vilhelm Minnsta skrefið sé að láta stjórnendur Bankasýslunnar víkja, sem hafi þó ekki verið gert. Á meðan veikist staða Bjarna að sögn Kristrúnar: „Á þessu stigi held ég að hann sé að komast nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega vegna þess að það virðist ekki vera vilji til að viðurkenna augljósa misbresti.“ Næsti formaður? Í öðrum fréttum af Kristrúnu Frostadóttur er það að hún er nýkomin úr hringferð um landið og á þar samtals þrjátíu og sjö fundi að baki. Það er ekki laust við að sú spurning vakni í tengslum við þá ferð hvort Kristrún hafi í hyggju að sækjast eftir formannsembætti Samfylkingarinnar á landsfundi í haust. „Auðvitað er þetta eitthvað sem ég er að velta fyrir mér. Það hafa margir komið til mín og rætt þetta við mig en ég hef enga ákvörðun tekið í þessu máli. Það er aldrei hægt að útiloka neitt.“
Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17
Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51