Við þurfum að tala um njósnahagkerfið Breki Karlsson skrifar 11. apríl 2022 18:00 Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn? Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. En þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tvíþætt, annarsvegar er auglýsingum beint að okkur og hins vegar eru upplýsingar um okkur safnað saman. Upplýsingarnar eru síðan seldar hæstbjóðanda sem getur þannig ýtt að okkur fleiri auglýsingum eða öðru efni til að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel þvottavélin okkar hefur persónuverndarstefnu og heimtar aðgang að myndavél, tengiliðalista og staðsetningu notandans. Getur verið að persónuverndarstefnur sem við undirgöngumst séu í raun persónunjósnastefnur? Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar. Stór og smá fyrirtæki safna upplýsingum um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu og stjórnmálaskoðanir. Að auki heimta sum forrit að fá aðgang að myndum , myndavél, hljóðnema, tengiliðalista, dagatali og svo má lengi telja. Og algrímið veit oft á tíðum meira um okkur en við sjálf. Þúsundum upplýsingabrota er safnað um hvert og eitt okkar og þau lögð saman í heildstæða mynd undir því yfirskyni að sníða efni og auglýsingar að okkur. Þessar persónuupplýsingarnar ganga kaupum og sölum, rétt eins og um hverja aðra markaðsvöru sé að ræða, og hæstbjóðandi fær aðgang að okkur með það fyrir augum að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Þannig geta óprúttnir aðilar keypt aðgang að upplýsingunum neytenda og ýtt að þeim efni til að fá þá til að snúast á þá sveif sem þeir vilja, eins og dæmin því miður sanna. Þannig er allt lýðræðið undir. Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Neytendasamtökin hafa látið gera upplýsingasíðu og myndband til að vekja athygli á umfangi Njósnahagkerfisins, af hverju það getur verið hættulegt og hvernig hægt er að verjast því. Það má finna hér: www.ns.is/kettir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Breki Karlsson Samfélagsmiðlar Netöryggi Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn? Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. En þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tvíþætt, annarsvegar er auglýsingum beint að okkur og hins vegar eru upplýsingar um okkur safnað saman. Upplýsingarnar eru síðan seldar hæstbjóðanda sem getur þannig ýtt að okkur fleiri auglýsingum eða öðru efni til að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel þvottavélin okkar hefur persónuverndarstefnu og heimtar aðgang að myndavél, tengiliðalista og staðsetningu notandans. Getur verið að persónuverndarstefnur sem við undirgöngumst séu í raun persónunjósnastefnur? Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar. Stór og smá fyrirtæki safna upplýsingum um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu og stjórnmálaskoðanir. Að auki heimta sum forrit að fá aðgang að myndum , myndavél, hljóðnema, tengiliðalista, dagatali og svo má lengi telja. Og algrímið veit oft á tíðum meira um okkur en við sjálf. Þúsundum upplýsingabrota er safnað um hvert og eitt okkar og þau lögð saman í heildstæða mynd undir því yfirskyni að sníða efni og auglýsingar að okkur. Þessar persónuupplýsingarnar ganga kaupum og sölum, rétt eins og um hverja aðra markaðsvöru sé að ræða, og hæstbjóðandi fær aðgang að okkur með það fyrir augum að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Þannig geta óprúttnir aðilar keypt aðgang að upplýsingunum neytenda og ýtt að þeim efni til að fá þá til að snúast á þá sveif sem þeir vilja, eins og dæmin því miður sanna. Þannig er allt lýðræðið undir. Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Neytendasamtökin hafa látið gera upplýsingasíðu og myndband til að vekja athygli á umfangi Njósnahagkerfisins, af hverju það getur verið hættulegt og hvernig hægt er að verjast því. Það má finna hér: www.ns.is/kettir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar