„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 10:50 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hér lengst til vinstri. Lengst til hægri má sjá Aleksander Dvornikov, sem gjarnan er kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Þessi mynd var tekin árið 2020. EPA/ALEXEI DRUZHININ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa. Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55