Stöðva framkvæmdir við Suðurlandsveg vegna kæru Waldorfskólans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 11:15 Svona átti vegurinn að líta út ofan Lögbergsbrekku að lokinni tvöföldun. Vegagerðin Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Fréttablaðið að Kópavogsbær sé nú með málið til skoðunar og hvernig bregðast megi við þeim athugasemdum sem hafa verið gerðar. Framkvæmdir hófust í desember í fyrra en bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku í október sama ár. Í lok nóvember, eftir að gengið var frá samningum við Vegagerðina, kærði Waldorfskóli ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar. Hér fyrir neðan má finna frétt Stöðvar 2 frá því síðasta sumar um verkið: Ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins Upphaflega var gert ráð fyrir að hliðarvegur sem tengja ætti Waldorfskóla við fyrirhuguð Geirlandsvegamót væri hluti af framkvæmdinni en hliðarvegurinn var felldur úr framkvæmdaleyfinu eftir að ábendingar bárust um að hann hafi ekki verið hluti af mati á umhverfisáhrifum frá 2009. Skólinn gerði ýmsar athugasemdir í málinu og fullyrti að tengimöguleikum skólans við Suðurlandsveg myndi fækka ef það yrði af framkvæmdinni. Þá væri framkvæmdin ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins þar sem gert er ráð fyrir þremur mislægum gatnamótum eða hringtorgi á þeim hluta Suðurlandsvegar sem er innan Kópavogsbæjar. „Það sé ekki í samræmi við áðurnefnt aðalskipulag sveitarfélagsins að hafa ekki mislæg gatnamót eða hringtorg sem tengi Suðurlandsveg við Waldorfskóla í Lækjarbotnum. Þar sem framkvæmdaleyfið fari í bága við aðalskipulag að þessu leyti beri að ógilda það,“ segir um málsrök kæranda í úrskurðinum. Þar að auki hafi ekki legið fyrir deiliskipulag. Ekki ljóst hvort bæjarstjórn hafi kynnt sér skýrslu framkvæmdaraðila Bæjaryfirvöld í Kópavogi héldu því aftur á móti fram að framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag þar sem getið er sérstaklega um tvöföldun Suðurlandsvegar. „Vissulega sé kveðið á um í umfjöllun aðalskipulags að fyrirhugaðar breytingar á veginum skuli gerðar í deiliskipulagi. Hins vegar líti Kópavogsbær ekki svo á að greind stefna sveitarfélagsins í aðalskipulagi fyrirgeri rétti þess til að grenndarkynna framkvæmdaleyfi þar sem deiliskipulag liggi ekki fyrir,“ segir um málsrök bæjarins í úrskurðinum. Nefndin segir gögn málsins ekki bera með sér að bæjarstjórn hafi kynnt sér matskýrslu framkvæmdaraðila, tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu og lagt álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum til grundvallar eða tekið rökstudda afstöðu til þess. „Er í þeim efnum ekki nægilegt að fyrir fund skipulagsráðs hafi legið matsskýrsla framkvæmdaraðila frá því í júní 2009, enda verður af því ekki ráðið hvort bæjarstjórn hafi í raun og veru kynnt sér þá skýrslu, hvað þá að hún hafi tekið afstöðu til hennar. Er því ljóst málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum greindra laga,“ segir í niðurstöðuhluta úrskurðarins. Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Fréttablaðið að Kópavogsbær sé nú með málið til skoðunar og hvernig bregðast megi við þeim athugasemdum sem hafa verið gerðar. Framkvæmdir hófust í desember í fyrra en bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku í október sama ár. Í lok nóvember, eftir að gengið var frá samningum við Vegagerðina, kærði Waldorfskóli ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar. Hér fyrir neðan má finna frétt Stöðvar 2 frá því síðasta sumar um verkið: Ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins Upphaflega var gert ráð fyrir að hliðarvegur sem tengja ætti Waldorfskóla við fyrirhuguð Geirlandsvegamót væri hluti af framkvæmdinni en hliðarvegurinn var felldur úr framkvæmdaleyfinu eftir að ábendingar bárust um að hann hafi ekki verið hluti af mati á umhverfisáhrifum frá 2009. Skólinn gerði ýmsar athugasemdir í málinu og fullyrti að tengimöguleikum skólans við Suðurlandsveg myndi fækka ef það yrði af framkvæmdinni. Þá væri framkvæmdin ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins þar sem gert er ráð fyrir þremur mislægum gatnamótum eða hringtorgi á þeim hluta Suðurlandsvegar sem er innan Kópavogsbæjar. „Það sé ekki í samræmi við áðurnefnt aðalskipulag sveitarfélagsins að hafa ekki mislæg gatnamót eða hringtorg sem tengi Suðurlandsveg við Waldorfskóla í Lækjarbotnum. Þar sem framkvæmdaleyfið fari í bága við aðalskipulag að þessu leyti beri að ógilda það,“ segir um málsrök kæranda í úrskurðinum. Þar að auki hafi ekki legið fyrir deiliskipulag. Ekki ljóst hvort bæjarstjórn hafi kynnt sér skýrslu framkvæmdaraðila Bæjaryfirvöld í Kópavogi héldu því aftur á móti fram að framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag þar sem getið er sérstaklega um tvöföldun Suðurlandsvegar. „Vissulega sé kveðið á um í umfjöllun aðalskipulags að fyrirhugaðar breytingar á veginum skuli gerðar í deiliskipulagi. Hins vegar líti Kópavogsbær ekki svo á að greind stefna sveitarfélagsins í aðalskipulagi fyrirgeri rétti þess til að grenndarkynna framkvæmdaleyfi þar sem deiliskipulag liggi ekki fyrir,“ segir um málsrök bæjarins í úrskurðinum. Nefndin segir gögn málsins ekki bera með sér að bæjarstjórn hafi kynnt sér matskýrslu framkvæmdaraðila, tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu og lagt álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum til grundvallar eða tekið rökstudda afstöðu til þess. „Er í þeim efnum ekki nægilegt að fyrir fund skipulagsráðs hafi legið matsskýrsla framkvæmdaraðila frá því í júní 2009, enda verður af því ekki ráðið hvort bæjarstjórn hafi í raun og veru kynnt sér þá skýrslu, hvað þá að hún hafi tekið afstöðu til hennar. Er því ljóst málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum greindra laga,“ segir í niðurstöðuhluta úrskurðarins.
Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22