Fyrir okkur og komandi kynslóðir Jóna Bjarnadóttir skrifar 17. apríl 2022 10:00 Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun