Óaðfinnanlegur Kyrie skaut Nets í úrslitakeppnina | Minnesota fór á flug í fjórða leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 07:31 Kyrie Irving var frábær í nótt. Sarah Stier/Getty Images Tveir leikir í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt. Kyrie Irving var frábær í 115-108 sigri Brooklyn Nets á Cleveland Cavaliers. Þá komst Minnesota Timberwolves loks í úrslitakeppnina eftir 109-104 sigur á Los Angeles Clippers. Nets byrjuðu mun betur gegn Cavaliers og kláraðu í raun leikinn strax í fyrsta leikhluta, staðan þá 40-20. Gestirnir gerðu áhlaup í öðrum leikhluta en munurinn var samt sem áður 14 stig í hálfleik. Aðallega þökk sé magnaðri frammistöðu Kyrie. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks, þá síðari er hann stökk aftur á bak í engu jafnvægi og klukkan að renna út. Kyrie gerði sér lítið fyrir og skoraði úr öllum skotunum sínum í fyrri hálfleik. Kyrie Irving with a PERFECT first half 20 Pts9-9 FG2-2 3-PT FG(via @NBA)pic.twitter.com/Buk9RMj5GJ— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2022 Cavaliers gerðu heiðarlega tilraun að endurkomu í fjórða leikhluta en það var of lítið of seint, lokatölur 115-108 og Brooklyn Nets mætir Boston Celtics í úrslitakeppni Austurdeildar NBA. Cleveland mætir Charlotte Hornets eða Atlanta Hawks í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Kyrie skoraði á endanum 34 stig og gaf 12 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kevin Durant með 25 stig og 11 stoðsendingar á meðan Bruce Brown Jr. skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Í liði Cavaliers var Darius Garland stigahæstur með 34 stig og Evan Mobley kom þar á eftir með 19 stig og 7 fráköst. @KDTrey5 was locked in on defense for the @BrooklynNets, finishing with 3 blocks and 2 steals to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.KD: 25 PTS, 5 REB, 11 AST, 2 STL, 3 BLKNETS/CELTICS Game 1: Sunday April 17th, 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JoNSZQkYIZ— NBA (@NBA) April 13, 2022 Í Minnesota var Los Angeles Clippers í heimsókn. Heimamenn létu sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í aðeins annað skiptið á undanförnum 17 árum. Það tókst með mögnuðum 109-104 sigri þar sem liðið vann fjórða leikhluta með 11 stiga mun og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Anthony Edwards skoraði 30 stig í liði Minnesota og D‘Angelo Russell skoraði 29 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Hjá Clippers skoraði Paul George 34 stig. D'Angelo Russell took control of the @Timberwolves offense late, knocking down the go-ahead 3 late to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@Dloading: 29 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL GM 1: TIMBERWOLVES/GRIZZLIES Saturday, April 16th, 3:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/mn8YecUqjs— NBA (@NBA) April 13, 2022 Timberwolves mætir Memphis Grizzlies í úrslitakeppninni á meðan Clippers mæta San Antonio Spurs eða New Orleans Pelicans í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Nets byrjuðu mun betur gegn Cavaliers og kláraðu í raun leikinn strax í fyrsta leikhluta, staðan þá 40-20. Gestirnir gerðu áhlaup í öðrum leikhluta en munurinn var samt sem áður 14 stig í hálfleik. Aðallega þökk sé magnaðri frammistöðu Kyrie. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks, þá síðari er hann stökk aftur á bak í engu jafnvægi og klukkan að renna út. Kyrie gerði sér lítið fyrir og skoraði úr öllum skotunum sínum í fyrri hálfleik. Kyrie Irving with a PERFECT first half 20 Pts9-9 FG2-2 3-PT FG(via @NBA)pic.twitter.com/Buk9RMj5GJ— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2022 Cavaliers gerðu heiðarlega tilraun að endurkomu í fjórða leikhluta en það var of lítið of seint, lokatölur 115-108 og Brooklyn Nets mætir Boston Celtics í úrslitakeppni Austurdeildar NBA. Cleveland mætir Charlotte Hornets eða Atlanta Hawks í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Kyrie skoraði á endanum 34 stig og gaf 12 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kevin Durant með 25 stig og 11 stoðsendingar á meðan Bruce Brown Jr. skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Í liði Cavaliers var Darius Garland stigahæstur með 34 stig og Evan Mobley kom þar á eftir með 19 stig og 7 fráköst. @KDTrey5 was locked in on defense for the @BrooklynNets, finishing with 3 blocks and 2 steals to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.KD: 25 PTS, 5 REB, 11 AST, 2 STL, 3 BLKNETS/CELTICS Game 1: Sunday April 17th, 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JoNSZQkYIZ— NBA (@NBA) April 13, 2022 Í Minnesota var Los Angeles Clippers í heimsókn. Heimamenn létu sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í aðeins annað skiptið á undanförnum 17 árum. Það tókst með mögnuðum 109-104 sigri þar sem liðið vann fjórða leikhluta með 11 stiga mun og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Anthony Edwards skoraði 30 stig í liði Minnesota og D‘Angelo Russell skoraði 29 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Hjá Clippers skoraði Paul George 34 stig. D'Angelo Russell took control of the @Timberwolves offense late, knocking down the go-ahead 3 late to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@Dloading: 29 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL GM 1: TIMBERWOLVES/GRIZZLIES Saturday, April 16th, 3:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/mn8YecUqjs— NBA (@NBA) April 13, 2022 Timberwolves mætir Memphis Grizzlies í úrslitakeppninni á meðan Clippers mæta San Antonio Spurs eða New Orleans Pelicans í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli