Gagnrýndi dómarann fyrir að hlæja með Ancelotti: „Það sem þú færð í Madríd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 08:00 Thomas Tuchel skilur ekkert í Carlo Ancelotti. EPA-EFE/Juanjo Martin Thomas Tuchel var allt annað en sáttur eftir dramatískt 3-2 tap Evrópumeistara Chelsea gegn Real Madríd eftir framlengdan leik á Spáni. Hann lét dómara leiksins heyra það eftir leik en maðurinn með flautuna sást hlæja með Carlo Ancelotti á meðan leik stóð. Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira