Ástralskur framherji til liðs við Breiðablik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 11:31 Ásmundur Arnarsson og nýjasta viðbótin við leikmannahóp Breiðabliks. Blikar.is Bikarmeistarar Breiðabliks hafa samið við ástralska framherjann Melinu Ayers um að leika með liðinu í Bestu-deild kvenna í fótbolta í sumar. Kemur hún á láni frá Melbourne Victory í heimalandinu. Blikar enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en urðu bikarmeistarar ásamt því að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu síðan síðasta haust og nú hefur verið ákveðið að styrkja framlínuna enn frekar. Á vefnum Blikar.is kemur fram að liðið hafi fengið hina 22 ára gömlu Ayers á láni út tímabilið. Hún kemur frá ástralska meistaraliðinu Melbourne Victory. Alls skoraði Ayers átta mörk í 14 leikjum á nýafstaðinni leiktíð en hún byrjaði tímabilið á meiðslalistanum. Melina Ayres til Breiðabliks https://t.co/RXvuKI1JIQ— Blikar.is (@blikar_is) April 12, 2022 Hún endaði tímabilið hins vegar frábærlega og átti stóran þátt í að Melbourne landaði meistaratitlinum annað árið í röð. Ayers á að baki sex leiki fyrir U-20 ára landslið Ástralíu, skoraði hún þrjú mörk í leikjunum sex. Svo virðist sem lið hér á landi sækist í sífellt meiri mæli eftir leikmönnum frá hinum enda hnattarins en nýverið sömdu nýliðar KR við tvær frá Ástralíu og í Bestu deild karla sótti Fram einnig leikmann til Ástralíu. Breiðablik byrjar Bestu-deildina á Kópavogsvelli þann 27. apríl næstkomandi þegar Þór/KA kemur í heimsókn. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Blikar enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en urðu bikarmeistarar ásamt því að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu síðan síðasta haust og nú hefur verið ákveðið að styrkja framlínuna enn frekar. Á vefnum Blikar.is kemur fram að liðið hafi fengið hina 22 ára gömlu Ayers á láni út tímabilið. Hún kemur frá ástralska meistaraliðinu Melbourne Victory. Alls skoraði Ayers átta mörk í 14 leikjum á nýafstaðinni leiktíð en hún byrjaði tímabilið á meiðslalistanum. Melina Ayres til Breiðabliks https://t.co/RXvuKI1JIQ— Blikar.is (@blikar_is) April 12, 2022 Hún endaði tímabilið hins vegar frábærlega og átti stóran þátt í að Melbourne landaði meistaratitlinum annað árið í röð. Ayers á að baki sex leiki fyrir U-20 ára landslið Ástralíu, skoraði hún þrjú mörk í leikjunum sex. Svo virðist sem lið hér á landi sækist í sífellt meiri mæli eftir leikmönnum frá hinum enda hnattarins en nýverið sömdu nýliðar KR við tvær frá Ástralíu og í Bestu deild karla sótti Fram einnig leikmann til Ástralíu. Breiðablik byrjar Bestu-deildina á Kópavogsvelli þann 27. apríl næstkomandi þegar Þór/KA kemur í heimsókn. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira