Hlutverk leikskólans er að tryggja börnum gæðamenntun Jónína Hauksdóttir skrifar 13. apríl 2022 16:01 Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir kjörinna fulltrúa um að bjóða sífellt yngri börnum skóladvöl án þess hugsa málin fyllilega til enda hefur aukið á vandann, því fleiri börn kalla á fleiri kennara. Ráðast þarf að rót vandans sem er að fjölga verður leikskólakennurum í starfi áður en hægt er að bjóða yngri börnum skóladvöl. Frekari stækkun skólastigsins núna mun alltaf verða á kostnað gæða í skólastarfi því fagmennska og þekking kennara á þroska og námi barna er sá þáttur sem skapar þau gæði sem börn eiga rétt á. Önnur hugmynd sem kallar á stækkun leikskólastigsins kom fram á dögunum. Að Landspítalinn opni leikskóla sem býður upp á opnunartíma um kvöld og helgar til að þjóna starfsfólki spítalans. Sú hugmynd felur í sér þá hugsun að leikskólar séu til staðar til að þjóna atvinnulífinu. Ef stofnanir eða fyrirtæki vilja eða ætla sér að bjóða sínu starfsfólki upp á vistun fyrir börn sín utan hefðbundins starfstíma leikskóla verður að kalla slíka þjónustu eitthvað allt annað en leikskóla. Samkvæmt lögum um leikskóla snýr hlutverk hans að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið barna og kennsluaðferð kennara á leikskólastiginu. Ágætu frambjóðendur, setjið krafta ykkar og orku í að styðja við leikskólastigið með raunhæfum leiðum svo leikskólar geti sinnt sínum lögbundnu skyldum á sem bestan hátt með hagsmuni barna í fyrirrúmi. Margt er hægt að gera til að bæta námsaðstæður barna og um leið starfsaðstæður kennara. Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess eru reiðubúin til skrafs og ráðagerða þegar kemur að raunhæfum hugmyndum sem snúa að öllum skólastigum og skólagerðum. Nýtið ykkur okkar þekkingu því öll viljum við hag barna landsins sem bestan. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir kjörinna fulltrúa um að bjóða sífellt yngri börnum skóladvöl án þess hugsa málin fyllilega til enda hefur aukið á vandann, því fleiri börn kalla á fleiri kennara. Ráðast þarf að rót vandans sem er að fjölga verður leikskólakennurum í starfi áður en hægt er að bjóða yngri börnum skóladvöl. Frekari stækkun skólastigsins núna mun alltaf verða á kostnað gæða í skólastarfi því fagmennska og þekking kennara á þroska og námi barna er sá þáttur sem skapar þau gæði sem börn eiga rétt á. Önnur hugmynd sem kallar á stækkun leikskólastigsins kom fram á dögunum. Að Landspítalinn opni leikskóla sem býður upp á opnunartíma um kvöld og helgar til að þjóna starfsfólki spítalans. Sú hugmynd felur í sér þá hugsun að leikskólar séu til staðar til að þjóna atvinnulífinu. Ef stofnanir eða fyrirtæki vilja eða ætla sér að bjóða sínu starfsfólki upp á vistun fyrir börn sín utan hefðbundins starfstíma leikskóla verður að kalla slíka þjónustu eitthvað allt annað en leikskóla. Samkvæmt lögum um leikskóla snýr hlutverk hans að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið barna og kennsluaðferð kennara á leikskólastiginu. Ágætu frambjóðendur, setjið krafta ykkar og orku í að styðja við leikskólastigið með raunhæfum leiðum svo leikskólar geti sinnt sínum lögbundnu skyldum á sem bestan hátt með hagsmuni barna í fyrirrúmi. Margt er hægt að gera til að bæta námsaðstæður barna og um leið starfsaðstæður kennara. Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess eru reiðubúin til skrafs og ráðagerða þegar kemur að raunhæfum hugmyndum sem snúa að öllum skólastigum og skólagerðum. Nýtið ykkur okkar þekkingu því öll viljum við hag barna landsins sem bestan. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun