Garðabær í sterkri stöðu Almar Guðmundsson skrifar 13. apríl 2022 18:01 Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur fagnað góðu gengi um langt skeið. Fyrir það við erum við afar þakklát og tökum stuðningi bæjarbúa aldrei sem gefnum hlut. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 62% atkvæða sem er talsvert umfram fylgi flokksins á landsvísu og hér í kjördæminu. Það sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta okkar áherslur og ef þið viljið halda í þær biðjum við enn á ný um ykkar stuðning. Áframhaldandi velgengni – nýliðun í bland við mikla reynslu Það er vor í lofti og nú er nýafstaðið prófkjör í okkar hópi sem tryggði æskilega nýliðun í bland við mikla reynslu. Með sanni má segja að það verða kynslóðaskipti í hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Slíkum tímamótum fylgir ný og fersk sýn og óbeislaður kraftur, þótt við munum áfram byggja okkar starf á traustum grunni þeirra sem á undan fóru. Við höfum áfram það meginmarkmið að tryggja að Garðabær verði meðal þeirra sveitarfélaga sem best þykja standa sig á öllum sviðum. Við hvorki erum né verðum laus við áskoranir og flókin úrlausnarefni, fremur en aðrir á þeirri vegferð, en þegar markmiðið er skýrt aukast líkur á árangri. Við höfum alltaf lagt áherslu á að heyra frá bæjarbúum um verkefnin og þjónustuna í bænum. Þess vegna er það ánægjulegt að íbúar gefa þjónustunni mjög háa einkunn í árlegum þjónustukönnunum. Ég tel að skýra megi velgengni Garðabæjar með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Framtíðin er björt í Garðabæ Við höfum ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veg. Ólíkt mörgum sveitarfélögum er fjárhagsstaða Garðabæjar sterk og traust. Við höfum burði til að fjárfesta og létta undir með íbúum, eins og sannaðist í heimsfaraldrinum. Ný hverfi eru að rísa vítt og breitt um bæinn sem verða byggð af miklum metnaði og nú eigum við Miðgarð sem gjörbreytir aðstöðu til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar fyrir bæjarbúa. Við höfum tekið stór græn skref fram á við í rekstri bæjarins og friðlýst fleiri náttúruperlur í bæjarlandinu. Þessi opnu grænu svæði eru uppspretta lífsgæða okkar og komandi kynslóða. Verslun og þjónusta er að styrkjast í bænum, ekki bara á Garðatorgi heldur um allan bæ. Það er spennandi að búa í Garðabæ því hér eru möguleikarnir miklir. Hvort sem við erum fædd hér og uppalin eða höfum valið okkur að flytjast hingað þá finnum við í hjarta okkar að við erum stolt af því að vera Garðbæingar og viljum bænum okkar allt hið besta. Það endurspeglast í bæjarbragnum, sem getur verið erfitt að festa orð á en einkennist af blöndu samheldni, jákvæðni, metnaði og náungakærleik. Við bjóðum fram öflugan hóp frambjóðenda sem býr yfir bæði reynslu og nýrri nálgun. Við viljum varðveita það sem skiptir okkur máli um leið og við höldum áfram að byggja upp bæinn okkar og þróa þjónustuna til móts við nýja tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Almar Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur fagnað góðu gengi um langt skeið. Fyrir það við erum við afar þakklát og tökum stuðningi bæjarbúa aldrei sem gefnum hlut. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 62% atkvæða sem er talsvert umfram fylgi flokksins á landsvísu og hér í kjördæminu. Það sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta okkar áherslur og ef þið viljið halda í þær biðjum við enn á ný um ykkar stuðning. Áframhaldandi velgengni – nýliðun í bland við mikla reynslu Það er vor í lofti og nú er nýafstaðið prófkjör í okkar hópi sem tryggði æskilega nýliðun í bland við mikla reynslu. Með sanni má segja að það verða kynslóðaskipti í hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Slíkum tímamótum fylgir ný og fersk sýn og óbeislaður kraftur, þótt við munum áfram byggja okkar starf á traustum grunni þeirra sem á undan fóru. Við höfum áfram það meginmarkmið að tryggja að Garðabær verði meðal þeirra sveitarfélaga sem best þykja standa sig á öllum sviðum. Við hvorki erum né verðum laus við áskoranir og flókin úrlausnarefni, fremur en aðrir á þeirri vegferð, en þegar markmiðið er skýrt aukast líkur á árangri. Við höfum alltaf lagt áherslu á að heyra frá bæjarbúum um verkefnin og þjónustuna í bænum. Þess vegna er það ánægjulegt að íbúar gefa þjónustunni mjög háa einkunn í árlegum þjónustukönnunum. Ég tel að skýra megi velgengni Garðabæjar með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Framtíðin er björt í Garðabæ Við höfum ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veg. Ólíkt mörgum sveitarfélögum er fjárhagsstaða Garðabæjar sterk og traust. Við höfum burði til að fjárfesta og létta undir með íbúum, eins og sannaðist í heimsfaraldrinum. Ný hverfi eru að rísa vítt og breitt um bæinn sem verða byggð af miklum metnaði og nú eigum við Miðgarð sem gjörbreytir aðstöðu til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar fyrir bæjarbúa. Við höfum tekið stór græn skref fram á við í rekstri bæjarins og friðlýst fleiri náttúruperlur í bæjarlandinu. Þessi opnu grænu svæði eru uppspretta lífsgæða okkar og komandi kynslóða. Verslun og þjónusta er að styrkjast í bænum, ekki bara á Garðatorgi heldur um allan bæ. Það er spennandi að búa í Garðabæ því hér eru möguleikarnir miklir. Hvort sem við erum fædd hér og uppalin eða höfum valið okkur að flytjast hingað þá finnum við í hjarta okkar að við erum stolt af því að vera Garðbæingar og viljum bænum okkar allt hið besta. Það endurspeglast í bæjarbragnum, sem getur verið erfitt að festa orð á en einkennist af blöndu samheldni, jákvæðni, metnaði og náungakærleik. Við bjóðum fram öflugan hóp frambjóðenda sem býr yfir bæði reynslu og nýrri nálgun. Við viljum varðveita það sem skiptir okkur máli um leið og við höldum áfram að byggja upp bæinn okkar og þróa þjónustuna til móts við nýja tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun