Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2022 11:00 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Egill „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. „Við höfum talað fyrir okkar stefnumálum. Við viljum öfluga uppbyggingu almenningssamgangna, við viljum þéttingu byggðar en við viljum líka ryðja nýtt land og stórauka uppbyggingu húsnæðis til þess að leysa Reykvíkinga og íbúa höfuðborgarsvæðisins úr þessari húsnæðiskrísu,“ segir Einar. Ef kjósendur vilji ná fram breytingum sé best að kjósa Framsókn. Ef ánægja ríki með núverandi meirihluta þá kjósi fólk hann einfaldlega. „En þá verða ekki þessar breytingar sem við erum að tala fyrir,“ segir Einar. Þrír menn inni miðað við kannanir Framsóknarflokkurinn náði ekki manni inn í borgarstjórn í síðustu kosningum. Allt útlit er þó fyrir að það muni breytast í vor. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup myndi flokkurinn fá 12,3 prósent atkvæða í borginni, sem skilar þremur mönnum inn í borgarstjórn. Einar segist glaður að sjá þessar tölur, en bendir þó á að ekki sé um að ræða atkvæði sem komin eru í kjörkassann. En hvað veldur þessari fylgisaukningu í borginni og hverjar eru breytingarnar sem Framsókn talar fyrir? „Þetta er bara vísbending um það að það sé meðbyr með Framsókn. Við erum að nálgast borgarmálin, held ég, á dálítið annan hátt en margir aðrir flokkar sem hafa verið með borgarfulltrúa í borgarstjórn undanfarin ár. Við höfum ekki verið þátttakendur í þessum hörðu deilum um minnstu mál og stóru málin,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn sé með fullt af hugmyndum sem hann vilji koma til leiðar, í gegnum samvinnu með öðrum flokkum. „Við sjáum til dæmis í samgöngumálunum, þar sem var þrátefli milli sveitarfélaganna og ríkisins, um það hvernig hægt væri að standa að öflugri uppbyggingu almenningssamgangna og uppbyggingu stofnvega og innviða fyrir fjölskyldubílinn. Það tókst ekki að leysa það fyrr en Sigurður Ingi, þáverandi samgönguráðherra, dró alla að borðinu og náði þessum fína samgöngusáttmála þar sem allir fá eitthvað fyrir sinn snúð og menn leitast við að uppfylla þarfir allra, ekki bara fárra,“ segir Einar. Svona vilji Framsóknarflokkurinn vinna, með því að leitast við að auka samvinnu. Einar segir flokkinn hafa lagt áherslu á það að auka samvinnu í borginni. Verkefni sveitarfélaganna snúist um nærþjónustu, sem skipti almenning hvað mestu máli, og leitast þurfi við að uppfylla þarfir sem flestra. „Þetta eru þessi verkefni sveitarfélaganna sem skipta mestu máli. Það er engin ástæða til að gera mikinn pólitískan ágreining um flest þessara mála. Þessi jákvæði blær og jákvæði tónn held ég að hugnist kjósendum eftir áralangar deilur í ráðhúsinu.“ Fólk sjái tækifæri í því að kjósa Framsókn til þess að fá inn ferska nálgun og vinna vel í málum borgarbúa. Til í að sjá flugvöllinn fara Síðast þegar Framsókn átti fulltrúa í borgarstjórn, 2014 til 2018, bauð flokkurinn fram undir merkjum „Framsóknar og flugvallarvina,“ með vísan til þess að ekki ætti að hrófla við staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Því vakti það nokkra athygli á fundi frambjóðenda allra flokkanna með Samtökum um bíllausan lífstíl, að allir svöruðu spurningunni um hvort færa ætti Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni játandi, utan fulltrúa Miðflokksins. Stefnubreyting í beinni - sýnist allir flokkar (nema einn) ætli að aggitera fyrir því að færa flugvöllinn úr Vatnsmýri pic.twitter.com/vOwsVSQ7Ap— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) April 13, 2022 „Hann Gísli Marteinn vinur minn er dálítið sniðugur. Hann var með já eða nei spurningar. Ég gerði nú athugasemdir við þessa framsetningu því mér þótti þetta svar kalla á frekari skýringar. Ég svaraði sem sagt játandi því að ég væri til í að flugvöllurinn færi, en laumaði því þó að að það er í gildi samkomulag milli ríkis og borgar, um að flugvöllurinn verði þarna áfram þar til ný staðsetning fyrir Reykjavíkurflugvöll finnst. Sú leit er auðvitað enn í gangi,“ segir Einar. Ef heppileg staðsetning finnist á Suðvesturhorninu, þar sem flugvöllurinn geti áfram þjónað innanlands- og sjúkraflugi á fullnægjandi hátt, segir Einar að sér þætti prýðilegt að geta byggt í Vatnsmýri. „Ég held að allir séu sammála um það. Það er grunnurinn að samkomulaginu milli ríkis og borgar. En þangað til, þá bara er hann þar sem hann er.“ Tryggja þurfi innanlandsflugið Aðspurður um hvaða staðsetning gæti þótt heppileg segist Einar ekki ætla að setja sig í stellingar flugvallasérfræðings, aðrir séu betur til þess fallnir að meta það. Hvassahraun á Reykjanesskaga hefur verið talin ein heppilegasta staðsetningin fyrir nýjan innanlandsflugvöll, en eldgosið í Geldingadölum breytti hugmyndum um það töluvert. Síðastliðið vor sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi samgönguráðherra, að hann vildi að staðsetningin yrði áfram til skoðunar, en hugsanlega væri í uppsiglingu langt tímabil jarðhræringa á svæðinu, sem breytti stöðunni töluvert. Aðspurður segist Einar ekki vera neinn sérstakur flugvallarvinur, í það minnsta ekki í þeim skilningi sem áður var lagður í það orð. „Það þarf bara að tryggja hér innanlandsflug sem getur þjónað bæði borg og landsbyggð, sjúkraflug með þeim sjónarmiðum sem heilbrigðisstarfsfólk hefur uppi og fólk úti um allt land sem þarf að komast í bráðaþjónustu hér í höfuðborginni. Því hér er þjónustan,“ segir Einar. Þá sjái hann augljósa kosti við það að nýta landið í Vatnsmýrinni með skynsamlegum hætti. Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Við höfum talað fyrir okkar stefnumálum. Við viljum öfluga uppbyggingu almenningssamgangna, við viljum þéttingu byggðar en við viljum líka ryðja nýtt land og stórauka uppbyggingu húsnæðis til þess að leysa Reykvíkinga og íbúa höfuðborgarsvæðisins úr þessari húsnæðiskrísu,“ segir Einar. Ef kjósendur vilji ná fram breytingum sé best að kjósa Framsókn. Ef ánægja ríki með núverandi meirihluta þá kjósi fólk hann einfaldlega. „En þá verða ekki þessar breytingar sem við erum að tala fyrir,“ segir Einar. Þrír menn inni miðað við kannanir Framsóknarflokkurinn náði ekki manni inn í borgarstjórn í síðustu kosningum. Allt útlit er þó fyrir að það muni breytast í vor. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup myndi flokkurinn fá 12,3 prósent atkvæða í borginni, sem skilar þremur mönnum inn í borgarstjórn. Einar segist glaður að sjá þessar tölur, en bendir þó á að ekki sé um að ræða atkvæði sem komin eru í kjörkassann. En hvað veldur þessari fylgisaukningu í borginni og hverjar eru breytingarnar sem Framsókn talar fyrir? „Þetta er bara vísbending um það að það sé meðbyr með Framsókn. Við erum að nálgast borgarmálin, held ég, á dálítið annan hátt en margir aðrir flokkar sem hafa verið með borgarfulltrúa í borgarstjórn undanfarin ár. Við höfum ekki verið þátttakendur í þessum hörðu deilum um minnstu mál og stóru málin,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn sé með fullt af hugmyndum sem hann vilji koma til leiðar, í gegnum samvinnu með öðrum flokkum. „Við sjáum til dæmis í samgöngumálunum, þar sem var þrátefli milli sveitarfélaganna og ríkisins, um það hvernig hægt væri að standa að öflugri uppbyggingu almenningssamgangna og uppbyggingu stofnvega og innviða fyrir fjölskyldubílinn. Það tókst ekki að leysa það fyrr en Sigurður Ingi, þáverandi samgönguráðherra, dró alla að borðinu og náði þessum fína samgöngusáttmála þar sem allir fá eitthvað fyrir sinn snúð og menn leitast við að uppfylla þarfir allra, ekki bara fárra,“ segir Einar. Svona vilji Framsóknarflokkurinn vinna, með því að leitast við að auka samvinnu. Einar segir flokkinn hafa lagt áherslu á það að auka samvinnu í borginni. Verkefni sveitarfélaganna snúist um nærþjónustu, sem skipti almenning hvað mestu máli, og leitast þurfi við að uppfylla þarfir sem flestra. „Þetta eru þessi verkefni sveitarfélaganna sem skipta mestu máli. Það er engin ástæða til að gera mikinn pólitískan ágreining um flest þessara mála. Þessi jákvæði blær og jákvæði tónn held ég að hugnist kjósendum eftir áralangar deilur í ráðhúsinu.“ Fólk sjái tækifæri í því að kjósa Framsókn til þess að fá inn ferska nálgun og vinna vel í málum borgarbúa. Til í að sjá flugvöllinn fara Síðast þegar Framsókn átti fulltrúa í borgarstjórn, 2014 til 2018, bauð flokkurinn fram undir merkjum „Framsóknar og flugvallarvina,“ með vísan til þess að ekki ætti að hrófla við staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Því vakti það nokkra athygli á fundi frambjóðenda allra flokkanna með Samtökum um bíllausan lífstíl, að allir svöruðu spurningunni um hvort færa ætti Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni játandi, utan fulltrúa Miðflokksins. Stefnubreyting í beinni - sýnist allir flokkar (nema einn) ætli að aggitera fyrir því að færa flugvöllinn úr Vatnsmýri pic.twitter.com/vOwsVSQ7Ap— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) April 13, 2022 „Hann Gísli Marteinn vinur minn er dálítið sniðugur. Hann var með já eða nei spurningar. Ég gerði nú athugasemdir við þessa framsetningu því mér þótti þetta svar kalla á frekari skýringar. Ég svaraði sem sagt játandi því að ég væri til í að flugvöllurinn færi, en laumaði því þó að að það er í gildi samkomulag milli ríkis og borgar, um að flugvöllurinn verði þarna áfram þar til ný staðsetning fyrir Reykjavíkurflugvöll finnst. Sú leit er auðvitað enn í gangi,“ segir Einar. Ef heppileg staðsetning finnist á Suðvesturhorninu, þar sem flugvöllurinn geti áfram þjónað innanlands- og sjúkraflugi á fullnægjandi hátt, segir Einar að sér þætti prýðilegt að geta byggt í Vatnsmýri. „Ég held að allir séu sammála um það. Það er grunnurinn að samkomulaginu milli ríkis og borgar. En þangað til, þá bara er hann þar sem hann er.“ Tryggja þurfi innanlandsflugið Aðspurður um hvaða staðsetning gæti þótt heppileg segist Einar ekki ætla að setja sig í stellingar flugvallasérfræðings, aðrir séu betur til þess fallnir að meta það. Hvassahraun á Reykjanesskaga hefur verið talin ein heppilegasta staðsetningin fyrir nýjan innanlandsflugvöll, en eldgosið í Geldingadölum breytti hugmyndum um það töluvert. Síðastliðið vor sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi samgönguráðherra, að hann vildi að staðsetningin yrði áfram til skoðunar, en hugsanlega væri í uppsiglingu langt tímabil jarðhræringa á svæðinu, sem breytti stöðunni töluvert. Aðspurður segist Einar ekki vera neinn sérstakur flugvallarvinur, í það minnsta ekki í þeim skilningi sem áður var lagður í það orð. „Það þarf bara að tryggja hér innanlandsflug sem getur þjónað bæði borg og landsbyggð, sjúkraflug með þeim sjónarmiðum sem heilbrigðisstarfsfólk hefur uppi og fólk úti um allt land sem þarf að komast í bráðaþjónustu hér í höfuðborginni. Því hér er þjónustan,“ segir Einar. Þá sjái hann augljósa kosti við það að nýta landið í Vatnsmýrinni með skynsamlegum hætti.
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira