Í auglýsingunni er óskað eftir fólki í flest störf, að formannsstöðunni undanskildri sem kosið er í, allt frá framkvæmdastjóra og fjármálastjóra til sérfræðinga, ráðgjafa, verkefnastjóra og þjónustufulltrúa - svo dæmi séu tekin. Gerðar eru kröfur um góða færni bæði í íslensku og ensku.
Ekki er hins vegar auglýst í störf bókara eða vinnueftirlits en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort leggja eigi þær stöður niður eða hvort auglýst verði í þær síðar.
Stjórnarmenn VR hafa boðað til aukafundar klukkan 14 í dag til að ræða uppsagnirnar, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í fréttum í gær að uppsagnirnar væru „ömurlegar“.
Stjórnarmenn VR sögðust í samtali við fréttastofu í morgun ekki ætla að tjá sig fyrr en að fundi loknum.
Uppfært: Fréttastofu barst ábending um að ekki hafi verið auglýst í störf bókara og vinnustaðaeftirlits, og var fullyrðing um að auglýst sé eftir fólki í öll störf því ekki rétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það.
