Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Snorri Másson skrifar 18. apríl 2022 21:30 Rasmus Paludan er danskur lögfræðingur sem hefur barist gegn innflytjendum á Norðurlöndum á hinum pólitíska vettvangi. Flokkur hans, Stram kurs, hefur þó ekki náð inn á danska þingið. Nú hefur hann velt af stað miklum óeirðum í Svíþjóð. News Øresund - Johan Wessman © News Øresund - Johan Wessman (CC Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. Í myndbandinu hér að ofan sjást óeirðirnar. Ekki alvanaleg sjón að sjá í Svíþjóð; brennandi skóli, alelda lögreglubílar og stórir hópar óeirðarseggja sem kasta grjóti í yfirvaldið. Og þó, það hefur svo sem alveg komið áður til átaka á milli okkar og þeirra, segir sænski ríkislögreglustjórinn, en þetta er eitthvað allt annað. Hvað veldur? Það er ekki fjarri lagi að eigna þessum hérna manni, hinum dansk-sænska Rasmusi Paladan, þann vafasama heiður að eiga upptökin að óeirðunum. Rasmus er leiðtogi róttæks dansks hægriflokks, Stram Kurs, sem hefur óbeit á innflytjendum. Rasmus skipulagði fyrir nokkrum dögum fund í Linkoping, þar sem hann brenndi eintak af Kóraninum. Þetta vakti, eins og Rasmus vissi, ofsafengin viðbrögð hópa sem telja sig svívirta af þeim helgispjöllum. Ekki mótmæli heldur frekar árás á lögreglu Sú mynd sem Paladan vill kynda undir er að sögn stjórnmálafræðings sú að lögregla hafi ekki stjórn á glæpagengjum sem samanstanda af innflytjendum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir kennir stjórnmálafræði við háskólann í Malmö.Háskólinn í Malmö „Ég hugsa að hann Rasmus Paladan sé bara að kynda undir þessa mynd af Svíþjóð í erlendum fjölmiðlum; við sem búum hér sjáum aðra mynd,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hún er búsett í Svíþjóð og kennir í Malmö. Þeir sem sækja að lögreglu eru að mati lögreglunnar gengjameðlimir sem sæta lagi, en þeir eru ekki að mótmæla pólitísku ástandi. „Ég held í þessu tilviki vilji þeir raunar ekki neitt,“ segir Gunnhildur. „Ef þetta eru, eins og lögreglan telur, gengjameðlimir, þá er þetta bara illska í garð lögreglunnar og yfirvalda. Þeir sem taka þátt í þessu eru í raun og veru ekki að mótmæla neinu sérstöku; þeir eru bara að mótmæla sinni stöðu í samfélaginu.“ Lögreglumál eru að sögn stjórnmálafræðingsins sannarlega á dagskrá komandi þingkosninga í Svíþjóð í haust. „Auðvitað er fólk sjokkerað að lögreglan verði fyrir þessu aðkasti. Fólk túlkar þetta ólíkt eftir því í hvaða flokki fólki er; fylgismenn Svíþjóðardemókratanna kannski túlka þetta á annan hátt til dæmis, þar sem þetta eru hverfi fyrst og fremst með innflytjendum,“ segir Gunnhildur. Svíþjóð Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17 Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Í myndbandinu hér að ofan sjást óeirðirnar. Ekki alvanaleg sjón að sjá í Svíþjóð; brennandi skóli, alelda lögreglubílar og stórir hópar óeirðarseggja sem kasta grjóti í yfirvaldið. Og þó, það hefur svo sem alveg komið áður til átaka á milli okkar og þeirra, segir sænski ríkislögreglustjórinn, en þetta er eitthvað allt annað. Hvað veldur? Það er ekki fjarri lagi að eigna þessum hérna manni, hinum dansk-sænska Rasmusi Paladan, þann vafasama heiður að eiga upptökin að óeirðunum. Rasmus er leiðtogi róttæks dansks hægriflokks, Stram Kurs, sem hefur óbeit á innflytjendum. Rasmus skipulagði fyrir nokkrum dögum fund í Linkoping, þar sem hann brenndi eintak af Kóraninum. Þetta vakti, eins og Rasmus vissi, ofsafengin viðbrögð hópa sem telja sig svívirta af þeim helgispjöllum. Ekki mótmæli heldur frekar árás á lögreglu Sú mynd sem Paladan vill kynda undir er að sögn stjórnmálafræðings sú að lögregla hafi ekki stjórn á glæpagengjum sem samanstanda af innflytjendum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir kennir stjórnmálafræði við háskólann í Malmö.Háskólinn í Malmö „Ég hugsa að hann Rasmus Paladan sé bara að kynda undir þessa mynd af Svíþjóð í erlendum fjölmiðlum; við sem búum hér sjáum aðra mynd,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hún er búsett í Svíþjóð og kennir í Malmö. Þeir sem sækja að lögreglu eru að mati lögreglunnar gengjameðlimir sem sæta lagi, en þeir eru ekki að mótmæla pólitísku ástandi. „Ég held í þessu tilviki vilji þeir raunar ekki neitt,“ segir Gunnhildur. „Ef þetta eru, eins og lögreglan telur, gengjameðlimir, þá er þetta bara illska í garð lögreglunnar og yfirvalda. Þeir sem taka þátt í þessu eru í raun og veru ekki að mótmæla neinu sérstöku; þeir eru bara að mótmæla sinni stöðu í samfélaginu.“ Lögreglumál eru að sögn stjórnmálafræðingsins sannarlega á dagskrá komandi þingkosninga í Svíþjóð í haust. „Auðvitað er fólk sjokkerað að lögreglan verði fyrir þessu aðkasti. Fólk túlkar þetta ólíkt eftir því í hvaða flokki fólki er; fylgismenn Svíþjóðardemókratanna kannski túlka þetta á annan hátt til dæmis, þar sem þetta eru hverfi fyrst og fremst með innflytjendum,“ segir Gunnhildur.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17 Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17
Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent