Segir Úkraínumenn tilbúna fyrir átökin: „Við munum berjast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 21:59 Úkraínskar hersveitir reyna nú að halda aftur af Rússum í austurhluta landsins, þar á meðal Kharkív. AP/Felipe Dana Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að baráttan um Donbas sé hafin en aukinn þungi hefur færst í sókn Rússa í austurhluta landsins í dag. Forsetinn sagði að Úkraínumenn munu halda áfram að berjast og það væri aðeins tímaspursmál hvenær þeir ná sínum svæðum aftur. „Nú getum við sagt að rússneskir hermenn hafi hafið baráttuna um Donbas sem þeir hafa lengi verið að undirbúa sig fyrir. Stór hluti rússneska hersins beinir nú athygli sinni að þessari sókn,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í kvöld. „Óháð því hversu margir rússneskir hermenn verða sendir þangað, þá munum við berjast. Við munum verja okkur. Við munum gera þetta á hverjum degi. Við munum ekki gefa eftir neitt sem er úkraínskt og við þurfum ekki eitthvað sem við eigum ekki,“ sagði hann enn fremur. Now President Zelensky, in a new public address, says Russia has begun the battle for the Donbas and concentrated a large part of its army there for an all-out offensive in eastern Ukraine. pic.twitter.com/Itp6VX1ROJ— Christopher Miller (@ChristopherJM) April 18, 2022 Þá sagði hann rússneska herforingja þurfa að fara varlega, í ljósi þess gríðarlega mannfalls sem rússneski herinn hefur orðið fyrir, annars verði enginn eftir til að berjast fyrir þá. Selenskí þakkaði úkraínskum hermönnum og sagði þá enn standa keika. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær við náum að frelsa öll svæði okkar ríkis,“ sagði Selenskí. Reyna að komast í gegnum varnir Úkraínumanna Oleksiy Danilov, yfirmaður þjóðaröryggis- og varnamálaráðs Úkraínu, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að rússneskar hersveitir reyni nú að komast í gegnum varnir Úkraínumanna á þremur svæðum, það eru Luhansk, Donetsk og Kharkív. „Sem betur fer hefur herinn okkar náð að þrauka og aðeins í tveimur borgum hafa [rússneskir hermenn] komist áfram,“ sagði Danilov. „En átökin halda áfram, við munum ekki gefa upp landsvæði okkar og tilraunin til að hefja næsta virka fasa hófst í morgun.“ russia s genocidal army is concentrating its forces in eastern Ukraine. Rocket attacks, bombings, and artillery shelling are widespread.Mariupol is being destroyed by multiton air bombs.Our warriors are beating and will continue to beat the enemy. #ArmUkraineNow— Defence of Ukraine (@DefenceU) April 18, 2022 Andriy Yermak, yfirmaður skrifstofu Úkraínuforseta, sagði sömuleiðis fyrr í dag að „annar fasi stríðsins“ væri hafinn í Donbas en að hann hafði trú á úkraínskum hermönnum. Sameinuðu þjóðirnar segja vopnahlé í Úkraínu ekki vera á sjóndeildarhringnum að svo stöddu en að það gæti gerst innan næstu vikna. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðardeildar Sameinuðu þjóðanna, sagði það fara eftir því hvernig viðræður ganga á næstunni. Engar öruggar borgir í Úkraínu Alls hafa átta almennir borgarar látist í árásum Rússa það sem af er degi í Donbas. Fjórir létust í árás í Donetsk héraði auk þess sem fjórir létust í borginni Keminna í Luhansk héraði þegar borgin féll í hendur Rússa í nótt. Árásir hafa einnig verið tilkynntar víðar í dag en í vesturhluta landsins létust sjö í Lviv í nótt og í norðurhluta landsins létust tveir í Kharkív. Lviv er aðeins um sextíu kílómetra frá landamærum Úkraínu og Póllandi hefur þótt nokkuð örugg þar sem lítið hefur verið um átök svo vestarlega í landinu en undanfarið hafa átökin verið hvað hörðust í austurhluta landsins. Flóttafólk hefur leitað skjóls í borginni og margir farið þar í gegn á leið sinni til Póllands. Með loftárásunum í nótt sendu Rússar skýr skilaboð um að hvernig í landinu sé öruggt að vera. „Í dag eru engar öruggar borgir í Úkraínu. Í dag eru allir í sömu stöðu,“ sagði Andriy Sadovy, borgarstjóri Lviv, um málið í dag. Pútín segir stefnu Vesturveldanna hafa misheppnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti heiðraði í dag hersveit sem var í bænum Bútsja þar sem hundrað almennir borgarar létu lífið. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sagt að stríðsglæpir hafi verið framdir þar. Þá sagði forsetinn í dag efnahagsþvinganir Vesturveldanna ekki hafa skilað tilætluðum árangri. „Við getum nú sagt með fullri vissu að þessi stefna gagnvart Rússlandi hefur misheppnast. Hin efnahagslega leiftursókn virkaði ekki. Aukinheldur komust sjálfir upphafsmennirnir ekki upp með refsiaðgerðirnar,“ sagði Pútín. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. 18. apríl 2022 07:40 Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. 17. apríl 2022 22:08 Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
„Nú getum við sagt að rússneskir hermenn hafi hafið baráttuna um Donbas sem þeir hafa lengi verið að undirbúa sig fyrir. Stór hluti rússneska hersins beinir nú athygli sinni að þessari sókn,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í kvöld. „Óháð því hversu margir rússneskir hermenn verða sendir þangað, þá munum við berjast. Við munum verja okkur. Við munum gera þetta á hverjum degi. Við munum ekki gefa eftir neitt sem er úkraínskt og við þurfum ekki eitthvað sem við eigum ekki,“ sagði hann enn fremur. Now President Zelensky, in a new public address, says Russia has begun the battle for the Donbas and concentrated a large part of its army there for an all-out offensive in eastern Ukraine. pic.twitter.com/Itp6VX1ROJ— Christopher Miller (@ChristopherJM) April 18, 2022 Þá sagði hann rússneska herforingja þurfa að fara varlega, í ljósi þess gríðarlega mannfalls sem rússneski herinn hefur orðið fyrir, annars verði enginn eftir til að berjast fyrir þá. Selenskí þakkaði úkraínskum hermönnum og sagði þá enn standa keika. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær við náum að frelsa öll svæði okkar ríkis,“ sagði Selenskí. Reyna að komast í gegnum varnir Úkraínumanna Oleksiy Danilov, yfirmaður þjóðaröryggis- og varnamálaráðs Úkraínu, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að rússneskar hersveitir reyni nú að komast í gegnum varnir Úkraínumanna á þremur svæðum, það eru Luhansk, Donetsk og Kharkív. „Sem betur fer hefur herinn okkar náð að þrauka og aðeins í tveimur borgum hafa [rússneskir hermenn] komist áfram,“ sagði Danilov. „En átökin halda áfram, við munum ekki gefa upp landsvæði okkar og tilraunin til að hefja næsta virka fasa hófst í morgun.“ russia s genocidal army is concentrating its forces in eastern Ukraine. Rocket attacks, bombings, and artillery shelling are widespread.Mariupol is being destroyed by multiton air bombs.Our warriors are beating and will continue to beat the enemy. #ArmUkraineNow— Defence of Ukraine (@DefenceU) April 18, 2022 Andriy Yermak, yfirmaður skrifstofu Úkraínuforseta, sagði sömuleiðis fyrr í dag að „annar fasi stríðsins“ væri hafinn í Donbas en að hann hafði trú á úkraínskum hermönnum. Sameinuðu þjóðirnar segja vopnahlé í Úkraínu ekki vera á sjóndeildarhringnum að svo stöddu en að það gæti gerst innan næstu vikna. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðardeildar Sameinuðu þjóðanna, sagði það fara eftir því hvernig viðræður ganga á næstunni. Engar öruggar borgir í Úkraínu Alls hafa átta almennir borgarar látist í árásum Rússa það sem af er degi í Donbas. Fjórir létust í árás í Donetsk héraði auk þess sem fjórir létust í borginni Keminna í Luhansk héraði þegar borgin féll í hendur Rússa í nótt. Árásir hafa einnig verið tilkynntar víðar í dag en í vesturhluta landsins létust sjö í Lviv í nótt og í norðurhluta landsins létust tveir í Kharkív. Lviv er aðeins um sextíu kílómetra frá landamærum Úkraínu og Póllandi hefur þótt nokkuð örugg þar sem lítið hefur verið um átök svo vestarlega í landinu en undanfarið hafa átökin verið hvað hörðust í austurhluta landsins. Flóttafólk hefur leitað skjóls í borginni og margir farið þar í gegn á leið sinni til Póllands. Með loftárásunum í nótt sendu Rússar skýr skilaboð um að hvernig í landinu sé öruggt að vera. „Í dag eru engar öruggar borgir í Úkraínu. Í dag eru allir í sömu stöðu,“ sagði Andriy Sadovy, borgarstjóri Lviv, um málið í dag. Pútín segir stefnu Vesturveldanna hafa misheppnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti heiðraði í dag hersveit sem var í bænum Bútsja þar sem hundrað almennir borgarar létu lífið. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sagt að stríðsglæpir hafi verið framdir þar. Þá sagði forsetinn í dag efnahagsþvinganir Vesturveldanna ekki hafa skilað tilætluðum árangri. „Við getum nú sagt með fullri vissu að þessi stefna gagnvart Rússlandi hefur misheppnast. Hin efnahagslega leiftursókn virkaði ekki. Aukinheldur komust sjálfir upphafsmennirnir ekki upp með refsiaðgerðirnar,“ sagði Pútín.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. 18. apríl 2022 07:40 Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. 17. apríl 2022 22:08 Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. 18. apríl 2022 07:40
Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. 17. apríl 2022 22:08
Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17. apríl 2022 14:01