Vísir spáir því að FH verði meðal efstu liða í sumar og muni að minnsta kosti stríða þeim liðum sem er almennt talin hvað best um þessar mundir. Það eru Víkingur, Breiðablik og Valur.
FH komst yfir eftir aðeins 30 sekúndna leik þökk sé marki hins síunga Steven Lennon en meistararnir svöruðu fyrir sig og unnu 2-1 sigur.
Var þetta í fyrsta sinn sem FH vinnur ekki fyrsta leik sinn á Íslandsmóti síðan árið 2014 þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Breiðablik og fyrsta sinn sem liðið tapar leik síðan það tapaði 0-1 gegn Val árið 2011.
Fyrsti leikur FH á Íslandsmóti:
2022 1-2 tap fyrir Víkingi
2021 2-0 sigur á Fylki
2020 3-2 sigur á HK
2019 2-0 sigur á HK
2018 1-0 sigur á Grindavík
2017 4-2 sigur á ÍA
2016 3-0 sigur á Þrótti
2015 3-1 sigur á KR
2014 1-1 jafntefli við Breiðablik
2013 2-1 sigur á Keflavík
2012 1-1 jafntefli við Grindavík
2011 0-1 tap fyrir Val
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.