Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu.
Hann segir að málið hafi verið sent ákærusviði lögreglunnar. Starfsmenn ákærusviðs munu nú taka afstöðu til þess hvort að ákæra verði gefin út í málinu.
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í lok ágúst 2021 þar sem fram kom að talið væri að andlát sjúklings hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að sjúklingurinn, sem var kona á sextugsaldri, hafi þar kafnað í matmálstíma.
Hjúkrunarfræðingurinn var á sínum tíma látinn laus úr haldi lögreglu eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.