Framtíðarsýn Framsóknar falli á öllum lykilprófum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 13:19 Dagur B. Eggertsson (t.h.) og Einar Þorsteinsson. Einar vill meina að Dagur hafi misskilið orð sín í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gagnrýnir orð sem Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, lét falla í samtali við Morgunblaðið. Einar vill meina að Dagur misskilji sig. Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31