Alvarlegar COVID-sýkingar hjá 80 ára og eldri þrátt fyrir þrjár sprautur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða 80 ára og eldri auk íbúa hjúkrunarheimila, óháð aldri, fjórða skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. „Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26
Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00