Íslendingaliðin Norrköping og Häcken skildu jöfn, 1-1. Ari Freyr Skúlason var allan tímann á varamannabekk Norrköping en Valgeir Lundal kom af varamannabekk Häcken á 76. mínútu og fékk rúmt korter af leiktíma.
Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í 1-0 tapi Kalmar á útivelli gegn Sundsvall. Aron Bjarnason byrjaði í fremstu víglínu hjá Sirius í 3-0 tapi gegn Mjallby en Aron fór af velli á 70 mínútu. Adam Benediktsson, leikmaður IFK Gautaborg, var allan leikinn á varamannabekk liðsins í 1-1 jafntefli gegn Djurgarden.
Gautaborg er á toppi deildarinnar með 10 stig. Häcken er í 6. sæti með sjö stig á meðan Sirius er með jafn mörg stig í 7. sæti. Kalmar hefur sex stig í 8. sætinu á meðan Norrköping er í vandræðum, aðeins með eitt stig. Öll lið hafa leikið fjóra leiki í deildinni.