Sólirnar frá Phoenix voru langbesta lið NBA-deildarkeppninnar en eins og NBA ofvitar vita breytast hlutirnir hratt í úrslitakeppninni. Eftir tvo leiki gegn New Orleans Pelicans er staðan í einvíginu 1-1 og toppliðið gæti verið í veseni.
Devin Booker, hin 25 ára gamla ofurstjarna liðsins, er meiddur á læri og verður að öllum líkindum ekki með í næstu tveimur leikjum. Fyrst var talið að Booker myndi missa af allri seríunni en ef marka má nýjustu heimildir er um væga tognun að ræða.
The right hamstring strain is believed to be mild and Devin Booker isn't being ruled out of this opening-round series vs. New Orleans, sources tell ESPN. https://t.co/mFr2XIr25s
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) April 20, 2022
Booker spilað aðeins 25 mínútur í síðasta leik en skoraði samt 31 stig á aðeins 25 mínútum. Hann er með 56 stig í leikjunum tveimur og ljóst að munar um minna.
Það er nú undir gamla brýninu Chris Paul komið að kokka upp leið til að vinna Brandon Ingram og félaga í Pelicans án Booker.
Næsti leikur einvígisins er klukkan 03.30 á aðfaranótt laugardags, 23. apríl.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.