Af hverju stefnumótun um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu? Björn H. Reynisson skrifar 23. apríl 2022 07:00 Undanfarið eitt og hálft ár hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi SSH unnið að því að auka samvinnu á sviði ferðamála. Þessi vinna hefur verið leidd áfram af ráðgjafahóp sem samanstendur af fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sá hópur mat það sem bestan kost að farið væri í að móta sameiginlega stefnumótun er varðar ferðamál og leggja grunninn að undirbúningi stofnun Áfangastaðastofu. Nú hafa allir landshlutar nema höfuðborgarsvæðið stofnað Áfangastaðastofu sem byggðar eru á grunni markaðsstofa landshlutanna. Að samningi um Áfangastaðastofu koma ráðuneyti ferðamála, landshlutasamtök og Ferðamálastofa. Taka skal fram að ekki er verið að finna upp hjólið hér heldur hafa allar borgir sem við berum okkur saman við nú þegar stofnað áfangastaðastofur eins og Visit Copenhagen, Visit Stockholm, My Helsinki og I am Amsterdam. Eina formlega samstarf sveitarfélaga í málaflokknum hefur verið varðandi markaðssetningu undir Visit Reykjavík sem leitt hefur verið af Höfuðborgarstofu Reykjavíkur. Hófst það samstarf árið 2015 með herferðinni „Reykjavík Loves“. Af hverju Áfangastaðastofa? Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Meginhlutverk Áfangastaðastofu er að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi (sjá skilgreiningu á vef Ferðamálastofu). Helsta hlutverk slíkrar stofu er að bera ábyrgð á gerð áfangastaðaáætlunar, sem er sameiginleg stefnuyfirlýsing svæðisins um hvað áfangastaðurinn stendur fyrir, óháð bæjarmörkum sveitarfélaga. Einnig heldur stofan utan um markaðssetningu svæðisins sem flest m.a. í utanumhaldi vefsíðna, samfélagsmiðla, þátttöku á sýningum og móttöku blaðamanna og áhrifavalda. Þá ber stofan ábyrgð á þróunarverkefnum hvort sem um ræðir nýsköpunarverkefni eða markaðsþróunarverkefni. Það er því mikilvægt að allir hagaðilar komi saman og vinni þessu verkefni framgang. Af hverju eiga fyrirtæki að taka þátt í Áfangastaðastofu? Forsenda árangurs af slíkri stofu er samvinna við fyrirtæki á svæðinu. Fyrirtækin geta haft mikið um það að segja hvernig þróun og áherslur svæðisins verða. Þau geta haft áhrif á og átt hlutdeild í stefnumótun svæðis, markaðssetningu, sýnileika fyrirtækja í markaðsefni, uppbyggingu áningarstaða, aðgangi að tengslaneti, skýrslum og rannsóknum, námskeiðum, þátttöku í blaðamannaferðum og margt fleira. En hver er heildarávinningurinn af stofnun Áfangastaðastofu? Jú ávinningurinn er sterkari ímynd og vitund áfangastaðar, sameiginlegar áherslur í verkefnum, betri nýting á fjármunum, sérhæfð þekking og áhrif á ásýnd, orðspor og vitund fyrir áfangastaðnum. Það er því mikið undir að við vinnum þetta saman! Vertu með frá upphafi! Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi en þar verður farið yfir lykilþætti Áfangastaðastofu. Nánari upplýsingar á www.ssh.is Höfundur er verkefnastjóri áfangastaðarins Höfuðborgarsvæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi SSH unnið að því að auka samvinnu á sviði ferðamála. Þessi vinna hefur verið leidd áfram af ráðgjafahóp sem samanstendur af fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sá hópur mat það sem bestan kost að farið væri í að móta sameiginlega stefnumótun er varðar ferðamál og leggja grunninn að undirbúningi stofnun Áfangastaðastofu. Nú hafa allir landshlutar nema höfuðborgarsvæðið stofnað Áfangastaðastofu sem byggðar eru á grunni markaðsstofa landshlutanna. Að samningi um Áfangastaðastofu koma ráðuneyti ferðamála, landshlutasamtök og Ferðamálastofa. Taka skal fram að ekki er verið að finna upp hjólið hér heldur hafa allar borgir sem við berum okkur saman við nú þegar stofnað áfangastaðastofur eins og Visit Copenhagen, Visit Stockholm, My Helsinki og I am Amsterdam. Eina formlega samstarf sveitarfélaga í málaflokknum hefur verið varðandi markaðssetningu undir Visit Reykjavík sem leitt hefur verið af Höfuðborgarstofu Reykjavíkur. Hófst það samstarf árið 2015 með herferðinni „Reykjavík Loves“. Af hverju Áfangastaðastofa? Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila. Meginhlutverk Áfangastaðastofu er að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi (sjá skilgreiningu á vef Ferðamálastofu). Helsta hlutverk slíkrar stofu er að bera ábyrgð á gerð áfangastaðaáætlunar, sem er sameiginleg stefnuyfirlýsing svæðisins um hvað áfangastaðurinn stendur fyrir, óháð bæjarmörkum sveitarfélaga. Einnig heldur stofan utan um markaðssetningu svæðisins sem flest m.a. í utanumhaldi vefsíðna, samfélagsmiðla, þátttöku á sýningum og móttöku blaðamanna og áhrifavalda. Þá ber stofan ábyrgð á þróunarverkefnum hvort sem um ræðir nýsköpunarverkefni eða markaðsþróunarverkefni. Það er því mikilvægt að allir hagaðilar komi saman og vinni þessu verkefni framgang. Af hverju eiga fyrirtæki að taka þátt í Áfangastaðastofu? Forsenda árangurs af slíkri stofu er samvinna við fyrirtæki á svæðinu. Fyrirtækin geta haft mikið um það að segja hvernig þróun og áherslur svæðisins verða. Þau geta haft áhrif á og átt hlutdeild í stefnumótun svæðis, markaðssetningu, sýnileika fyrirtækja í markaðsefni, uppbyggingu áningarstaða, aðgangi að tengslaneti, skýrslum og rannsóknum, námskeiðum, þátttöku í blaðamannaferðum og margt fleira. En hver er heildarávinningurinn af stofnun Áfangastaðastofu? Jú ávinningurinn er sterkari ímynd og vitund áfangastaðar, sameiginlegar áherslur í verkefnum, betri nýting á fjármunum, sérhæfð þekking og áhrif á ásýnd, orðspor og vitund fyrir áfangastaðnum. Það er því mikið undir að við vinnum þetta saman! Vertu með frá upphafi! Ferðamálaþing verður haldið miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi en þar verður farið yfir lykilþætti Áfangastaðastofu. Nánari upplýsingar á www.ssh.is Höfundur er verkefnastjóri áfangastaðarins Höfuðborgarsvæðið.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun