Mikill viðbúnaður lögreglu og björgunarsveita hefur verið á svæðinu og voru vonir bundnar við að aðgerðum yrði alveg lokið í kvöld.
Nú er vélin komin á þurrt land og verið er að koma henni fyrir á flutningabíl. Vélin verður flutt til Reykjavíkur, að lokinni frumrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa, þar sem hún verður rannsökuð frekar.

Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í vatninu í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu.

Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu.

Fréttamaður okkar hefur verið á svæðinu í allan dag og fjallað var um aðgerðirnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: