Erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir stuðningi við Sólveigu Önnu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 13:25 Mikill styr hefur staðið um störf Sólveigar hjá Eflingu og þá sérstaklega eftir að öllum starfsmönnum félagsins var sagt upp. Vísir/Vilhelm Fimm erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir eindregnum stuðningi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann félagsins og segjast vera í áfalli vegna ásakana um fordóma Sólveigar gagnvart erlendu fólki. Grein sem þau Sæþór Randalsson, Barbara Sawka, Ian McDonald, Karla Ocón og Innocentia Fiati Friðgeirsson skrifa birtist á Vísi í dag og þar fara fimmmenningarnir yfir málefni Eflingar og segja margt hafa breyst innan Eflingar eftir að Sólveig Anna og B-listinn tóku við völdum árið 2018 og aftur nú á þessu ári. Öll eru greinarhöfundar fædd erlendis og segjast hafa orðið fyrir útlendingahatri og mismunun hér á landi.„Einn staður þar sem við höfum ekki fundið fyrir mismunun er innan Eflingar,“ skrifa þau í greininni. Þau segja að sem félagsmenn Eflingar geti þau farið á viðburði stéttarfélagsins og fundist þau vera velkomin á meðal annarra innflytjenda. „Við höfum tekið eftir og kunnað að meta breytingar líkt og þær að heimasíða Eflingar sé bæði á ensku og pólsku, að á viðburðum sé túlkað á ensku, að haldin hafi verið námskeið á ensku og að fólk af erlendum uppruna hafi verið valið í mikilvæg hlutverk innan félagsins,“ segir enn fremur í grein fimmmenninganna. „Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum“ Þau segja að þessar breytingar hafi ekki orðið af sjálfu sér heldur verið hluti af áætlun sem B-listi Sólveigar Önnu og félaga hafi komið af stað. Þau segja Sólveigu ítrekað hafa barist fyrir því að borin sér virðing fyrir erlendum félagsmönnum. „Þess vegna erum við í áfalli þegar við sjáum ásakanir um fordóma Sólveigar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Í hreinskilni sagt er það hrein lygi, frá óvildarfólki sem í örvæntningu sinni reynir að skemma fyrir Sólveigu og B-listanum.“ Þau segja að Efling geti að sjálfsögðu gert betur og að fullum réttindum erlends verkafólks sé ekki náð. „Við ætlum hins vegar ekki að leyfa tækifærissinum að mistúlka þær raunverulega góðu breytingar sem hafa orðið innan stéttarfélagsins á sýnileika, völdum og virðingu gagnvart erlendu fólki. Okkar skilaboð til þeirra sem koma með falskar ásakanir eins og þessar: Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Grein sem þau Sæþór Randalsson, Barbara Sawka, Ian McDonald, Karla Ocón og Innocentia Fiati Friðgeirsson skrifa birtist á Vísi í dag og þar fara fimmmenningarnir yfir málefni Eflingar og segja margt hafa breyst innan Eflingar eftir að Sólveig Anna og B-listinn tóku við völdum árið 2018 og aftur nú á þessu ári. Öll eru greinarhöfundar fædd erlendis og segjast hafa orðið fyrir útlendingahatri og mismunun hér á landi.„Einn staður þar sem við höfum ekki fundið fyrir mismunun er innan Eflingar,“ skrifa þau í greininni. Þau segja að sem félagsmenn Eflingar geti þau farið á viðburði stéttarfélagsins og fundist þau vera velkomin á meðal annarra innflytjenda. „Við höfum tekið eftir og kunnað að meta breytingar líkt og þær að heimasíða Eflingar sé bæði á ensku og pólsku, að á viðburðum sé túlkað á ensku, að haldin hafi verið námskeið á ensku og að fólk af erlendum uppruna hafi verið valið í mikilvæg hlutverk innan félagsins,“ segir enn fremur í grein fimmmenninganna. „Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum“ Þau segja að þessar breytingar hafi ekki orðið af sjálfu sér heldur verið hluti af áætlun sem B-listi Sólveigar Önnu og félaga hafi komið af stað. Þau segja Sólveigu ítrekað hafa barist fyrir því að borin sér virðing fyrir erlendum félagsmönnum. „Þess vegna erum við í áfalli þegar við sjáum ásakanir um fordóma Sólveigar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Í hreinskilni sagt er það hrein lygi, frá óvildarfólki sem í örvæntningu sinni reynir að skemma fyrir Sólveigu og B-listanum.“ Þau segja að Efling geti að sjálfsögðu gert betur og að fullum réttindum erlends verkafólks sé ekki náð. „Við ætlum hins vegar ekki að leyfa tækifærissinum að mistúlka þær raunverulega góðu breytingar sem hafa orðið innan stéttarfélagsins á sýnileika, völdum og virðingu gagnvart erlendu fólki. Okkar skilaboð til þeirra sem koma með falskar ásakanir eins og þessar: Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira