Sjálfsvantraust Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2022 09:01 Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega. Það var því mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnina að vel tækist til. Þetta var ekki bara eina sérstaka mál flokksins heldur eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Ég þarf ekki að lýsa því mikið nánar hvernig þetta gekk til því fátt annað kemst að í fréttum þessa dagana. Eðlilega. Jafnvel stöku stjórnarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og taka undir þá gagnrýni sem bergmálar um allt samfélagið. Í kjölfarið hefur átt sér stað veruleg stefnubreyting hjá ríkisstjórninni. Viðbrögð hennar eða formanna stjórnarflokkanna eru meðal annars þau að leggja niður Bankasýslu ríkisins, vegna ákvarðana sem ráðherrar á endanum tóku sjálfir. Þau viðbrögð má varla skilja öðruvísi en tilraun til hvítþvottar. Hin stóra pólitíska ákvörðun er hins vegar sú að hætta við frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. Þar með verður einnig vikið frá gildandi eigendastefnu ríkisstjórnarinnar. En þetta þýðir líka á mannamáli að eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu hefur verið tekið af lífi. Því er slaufað. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn lýsir í raun yfir vantrausti á sjálfa sig. Ríkisstjórnin sjálf segir að hún hafi haldið svo illa á einu stærsta máli kjörtímabilsins að ekki sé verjandi að öllu óbreyttu að halda áfram með það. Sjálfsvantraust er ný staða í íslenskri pólitík. Og þetta er staða sem er ekki góð. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá meginstefnu að selja hluti ríkisins í fjármálakerfinu en halda eftir um 40% hlut í Landsbankanum. Forsenda okkar hefur ávallt verið sú að þetta yrði gert á grundvelli almannahagsmuna. Nú er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin ákvað að fara fullnægði ekki þeim kröfum. Ríkisstjórnin þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum því á endanum ber hún á ábyrgð á öllum sínum verkum. Hvort sem henni líkar betur eða verr. Hagsmunir almennings og fyrirtækja, sem eiga viðskipti við bankana kalla á aukið traust og meiri samkeppni á fjármálamarkaði. Á það höfum við ávallt lagt höfuð áherslu. Samkeppni virðist hins vegar bannorð í hugum stjórnarflokkanna. Hvort sem litið er til aðkomu erlendra fjárfesta í fjármálakerfinu eða fjölda annarra samkeppnismála sem ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu gegn. Það bitnar á endanum á hag almennings og lífsgæðum fólks. Fyrir þá sem vilja umbætur á grundvelli almannahagsmuna er vont að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa strandsiglt þessu máli. Afleiðingarnar af því eru bæði raunverulegar og alvarlegar. Það verður ekki leyst með því einu að leggja Bankasýsluna niður. Það þarf annað og meira til svo hægt verði að ýta þessu mikilvæga máli aftur á flot í fullu trausti og í sátt við almenning. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Framhald á sölu hlut ríkisins í fjármálakerfinu var eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins sem samstarfsflokkarnir féllust á að kæmi til framkvæmda í endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Allt annað í stefnu ríkisstjórnarinnar kom annað hvort beint frá VG eða frá öllum þeirra sameiginlega. Það var því mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stjórnina að vel tækist til. Þetta var ekki bara eina sérstaka mál flokksins heldur eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Ég þarf ekki að lýsa því mikið nánar hvernig þetta gekk til því fátt annað kemst að í fréttum þessa dagana. Eðlilega. Jafnvel stöku stjórnarþingmenn ganga nú fram fyrir skjöldu og taka undir þá gagnrýni sem bergmálar um allt samfélagið. Í kjölfarið hefur átt sér stað veruleg stefnubreyting hjá ríkisstjórninni. Viðbrögð hennar eða formanna stjórnarflokkanna eru meðal annars þau að leggja niður Bankasýslu ríkisins, vegna ákvarðana sem ráðherrar á endanum tóku sjálfir. Þau viðbrögð má varla skilja öðruvísi en tilraun til hvítþvottar. Hin stóra pólitíska ákvörðun er hins vegar sú að hætta við frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. Þar með verður einnig vikið frá gildandi eigendastefnu ríkisstjórnarinnar. En þetta þýðir líka á mannamáli að eina sérstaka stefnumál Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu hefur verið tekið af lífi. Því er slaufað. Þetta er í fyrsta skipti sem ríkisstjórn lýsir í raun yfir vantrausti á sjálfa sig. Ríkisstjórnin sjálf segir að hún hafi haldið svo illa á einu stærsta máli kjörtímabilsins að ekki sé verjandi að öllu óbreyttu að halda áfram með það. Sjálfsvantraust er ný staða í íslenskri pólitík. Og þetta er staða sem er ekki góð. Viðreisn hefur frá upphafi stutt þá meginstefnu að selja hluti ríkisins í fjármálakerfinu en halda eftir um 40% hlut í Landsbankanum. Forsenda okkar hefur ávallt verið sú að þetta yrði gert á grundvelli almannahagsmuna. Nú er ljóst að sú leið sem ríkisstjórnin ákvað að fara fullnægði ekki þeim kröfum. Ríkisstjórnin þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum því á endanum ber hún á ábyrgð á öllum sínum verkum. Hvort sem henni líkar betur eða verr. Hagsmunir almennings og fyrirtækja, sem eiga viðskipti við bankana kalla á aukið traust og meiri samkeppni á fjármálamarkaði. Á það höfum við ávallt lagt höfuð áherslu. Samkeppni virðist hins vegar bannorð í hugum stjórnarflokkanna. Hvort sem litið er til aðkomu erlendra fjárfesta í fjármálakerfinu eða fjölda annarra samkeppnismála sem ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu gegn. Það bitnar á endanum á hag almennings og lífsgæðum fólks. Fyrir þá sem vilja umbætur á grundvelli almannahagsmuna er vont að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa strandsiglt þessu máli. Afleiðingarnar af því eru bæði raunverulegar og alvarlegar. Það verður ekki leyst með því einu að leggja Bankasýsluna niður. Það þarf annað og meira til svo hægt verði að ýta þessu mikilvæga máli aftur á flot í fullu trausti og í sátt við almenning. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun