Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum fyrir réttlátara samfélag Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2022 08:31 Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Hafnarfjörður Kynþáttafordómar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun