Lagið er enn einn kaflinn í sögu sem heldur áfram frá plötunni „Feeding on a Tragedy EP“ sem kom út síðastliðið haust. Blaðamaður ræddi við Einar Stef, meðlim hljómsveitarinnar, en samkvæmt honum eru fleiri kaflar væntanlegir úr sögunni, sem segir frá ákveðnum karakter.
„Þetta er svona gegnum gangandi manneskja á plötunni okkar sem kemur út í haust,“ segir Einar.
„Miss Confidence fjallar um að vera með grímu. Á þessum tímapunkti er karakterinn okkar að fara í dulargervi og klæðast grímu sjálfstrausts.
Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd. Fullkomlega ókunnug fyrir sjálfri sér - Miss Confidence.“
Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá hljómsveitinni, sem verður með tvenna útgáfutónleika næstkomandi haust, í Gamla Bíó 21. október og á Græna Hattinum 22. október. Í kjölfarið fer hljómsveitin svo í Evróputúr.
Hér má heyra nýja lagið: