Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2022 16:28 Samningar handsalaðir að lokinni undirskrift. Vísir/ArnarHalldórs Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð. Í Björgunarmiðstöð verður sameiginleg aðstaða fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, einkum embætti ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslu Íslands, Tollgæsluna, Neyðarlínuna, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að þörf sameiginlegs húsnæðis fyrir starfsemina sé um 26 þúsund fermetrar en lóðin sem er á milli Kleppssvæðis og Holtagarða er um 30 þúsund fermetrar. Lóðin á milli Holtagarð og Kleppsspítala þar sem Björgunarmiðstöðin mun rísa. Reykjavíkurborg og íslenska ríkið gerðu með sér samning um lóðaskipti. Reykjavíkurborg fær í staðinn lóð, áþekka að stærð, við Borgarspítala í Fossvogi. Á lóðinni í Fossvogi mun Reykjavíkurborg þróa aukna íbúðabyggð og þegar þeirri vinnu lýkur verður hægt að bjóða til sölu byggingarrétt á lóðum á svæðinu. Byggingasvæðið við Borgarspítalann þar sem Reykjavíkurborg hyggst útfæra íbúabyggð. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum kom fram að á vegum ríkisins hefur frá júní 2020 verið unnið að undirbúningi byggingar sameiginlegrar aðstöðu fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, einkum fyrir embætti ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslu Íslands, Tollgæsluna, Neyðarlínuna, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Merkta svæðið er 41 þúsund fermetrar. Lóðargjald, miðað við að nýtingarhlutfall á lóðinni sé 0,5, er 390 milljónir króna, sem Reykjavíkurborg greiðir Faxaflóahöfnum við úthlutun. Fyrir umfram byggingarmagn greiðist viðbótarlóðargjald sem nemur gatnagerðargjaldi. Miðað við fjárhæð gatnagerðargjalds nú og að húsnæðið undir almannaþjónustuna verði 26 þúsund fermetrar, myndi viðbótarlóðargjald nema um 264 milljónum króna. Samanlagt yrði fjárhæð lóðagjalds þá um 654 milljónir. Umfram fjárhæðin kemur til greiðslu við útgáfu byggingarleyfis. Fulltrúar þeirra aðila sem koma að Björgunarmiðstöðinni. Reykjavíkurborg mun annast endurskoðun á gildandi deiliskipulagi lóðar björgunarmiðstöðvarinnar og eftir atvikum aðalskipulagi borgarinnar, í samvinnu við ríkið. Við gerð deiliskipulags skal meðal annars skilgreina byggingarheimildir og umferðartengingar með hliðsjón af fyrirhugaðri starfsemi. Verði þörf á viðbótarlandi eða athafnasvæði til að tryggja forgangsakstur eða umferðarflæði mun Reykjavíkurborg taka jákvætt í slíkar umleitanir verði sýnt fram á mikilvægi þess. Reykjavík Slökkvilið Björgunarsveitir Lögreglan Tollgæslan Landhelgisgæslan Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Í Björgunarmiðstöð verður sameiginleg aðstaða fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, einkum embætti ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslu Íslands, Tollgæsluna, Neyðarlínuna, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að þörf sameiginlegs húsnæðis fyrir starfsemina sé um 26 þúsund fermetrar en lóðin sem er á milli Kleppssvæðis og Holtagarða er um 30 þúsund fermetrar. Lóðin á milli Holtagarð og Kleppsspítala þar sem Björgunarmiðstöðin mun rísa. Reykjavíkurborg og íslenska ríkið gerðu með sér samning um lóðaskipti. Reykjavíkurborg fær í staðinn lóð, áþekka að stærð, við Borgarspítala í Fossvogi. Á lóðinni í Fossvogi mun Reykjavíkurborg þróa aukna íbúðabyggð og þegar þeirri vinnu lýkur verður hægt að bjóða til sölu byggingarrétt á lóðum á svæðinu. Byggingasvæðið við Borgarspítalann þar sem Reykjavíkurborg hyggst útfæra íbúabyggð. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum kom fram að á vegum ríkisins hefur frá júní 2020 verið unnið að undirbúningi byggingar sameiginlegrar aðstöðu fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, einkum fyrir embætti ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslu Íslands, Tollgæsluna, Neyðarlínuna, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Merkta svæðið er 41 þúsund fermetrar. Lóðargjald, miðað við að nýtingarhlutfall á lóðinni sé 0,5, er 390 milljónir króna, sem Reykjavíkurborg greiðir Faxaflóahöfnum við úthlutun. Fyrir umfram byggingarmagn greiðist viðbótarlóðargjald sem nemur gatnagerðargjaldi. Miðað við fjárhæð gatnagerðargjalds nú og að húsnæðið undir almannaþjónustuna verði 26 þúsund fermetrar, myndi viðbótarlóðargjald nema um 264 milljónum króna. Samanlagt yrði fjárhæð lóðagjalds þá um 654 milljónir. Umfram fjárhæðin kemur til greiðslu við útgáfu byggingarleyfis. Fulltrúar þeirra aðila sem koma að Björgunarmiðstöðinni. Reykjavíkurborg mun annast endurskoðun á gildandi deiliskipulagi lóðar björgunarmiðstöðvarinnar og eftir atvikum aðalskipulagi borgarinnar, í samvinnu við ríkið. Við gerð deiliskipulags skal meðal annars skilgreina byggingarheimildir og umferðartengingar með hliðsjón af fyrirhugaðri starfsemi. Verði þörf á viðbótarlandi eða athafnasvæði til að tryggja forgangsakstur eða umferðarflæði mun Reykjavíkurborg taka jákvætt í slíkar umleitanir verði sýnt fram á mikilvægi þess.
Reykjavík Slökkvilið Björgunarsveitir Lögreglan Tollgæslan Landhelgisgæslan Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira