Engan þarf að öfunda Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. apríl 2022 21:30 Spilling getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir – sumar ljósar, aðrar lúmskar. Það er spilling þegar löggæslufólk tekur við mútum, eins og tíðkast sumsstaðar í heiminum. Lögreglan stöðvar bílinn þinn og segir að þú hafir brotið umferðarlög – en að þú getir sloppið við að fara fyrir dómara ef þú borgar smávægilega “sekt” sem lögreglumaðurinn stingur svo í vasann. Spilling er þó ekki alltaf svona augljós. Reyndar er augljós spilling bara toppurinn á ísjakanum – sem breiðir allverulega úr sér þegar við lítum á hvað leynist undir yfirborðinu. Spilling getur dulist í flóknum skrifræðisferlum og falið sig á bak við ýmiskonar formlegheit – og við þurfum raunar alls ekki að líta langt til þess að finna hana. Í þá tíð er Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta í Reykjavík, til að mynda, tíðkaðist það að lóðum væri helst úthlutað til þeirra sem fyrst stoppuðu í Valhöll og lögðu inn í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Í Kópavogi hafði fyrirtæki í eigu eins bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins svo að segja einokunartangarhald á ákveðnum framkvæmdum innan sveitarfélagsins. Við þurfum ekki einu sinni að horfa til fortíðar í leit að spillingu því hún viðgengst enn í dag. Nýjasta útspilið snýst um að selja gömlum kunningjum og jafnvel ættingjum sínum ríkiseignir á þessum líka prýðilega afslætti. Þegar maður spyr hvernig í ósköpunum standi á því að fjármálaráðherra fái að selja pabba sínum banka fær maður hlægileg og mótsagnarkennd tilsvör. Við fáum að heyra að fjármálaráðherra þurfi bara ekkert að vita hverjum hann selur ríkiseign; honum beri ekkert að kanna hverjir séu að kaupa. Það mætti þá áætla að listinn yfir samþykkt tilboð gæti allt eins samanstaðið af hundrað skyldmennum Bjarna Benediktssonar, Dalton-bræðrum og Bjarnabófunum, og að það væri bara allt í fínasta, prýðilegasta lagi. Þetta er það sem stjórnarliðar vilja telja okkur trú um. Spilling er mislúmsk. Hún felur sig á bak við armslengdir og firrta ábyrgð. Hún réttlætir sig með illa rökstuddu orðagjálfri og afvegaleiðir með útúrsnúningum um túlkun smáatriða. Eftir situr almenningur þó með sárt ennið – og til að strá salti í sárið mæta stjórnarliðar upp í pontu og í fjölmiðlaviðtöl og söngla sjálfumglöð: “Engan þarf að öfunda!” Spilling á Íslandi er nefnilega ekki eins og spillingin þar sem lögreglumaðurinn stöðvar þig og biður þig um mútur. Spilling á Íslandi er líkari myglusvepp sem blómstrar milli veggjanna heima hjá okkur: ef við vöknum ekki til meðvitundar um hana og bregðumst við með afgerandi hætti er hætt við að okkur fari að finnast mygla bara frekar heimilisleg. Kósí jafnvel. Myglan mætir einn daginn, búin að láta sér vaxa skegg og við missum öll vitið. Kannski erum við þar nú þegar. Sátt við mygluna. Við erum nefnilega hætt að láta okkur bregða þegar spillingu bregður fyrir. Ráðherra gerist kannski uppvís að því að eiga aflandsfélög eða nýta sér innherjaupplýsingar til þess að selja hlut sinn í fyrirtækjum eða sjóðum dagana áður en almenningur tapar stórt á hruni þeirra. Við látum í okkur heyra í nokkra daga en svo gleymum við þessu öllu saman um leið og næsti skandall kemur upp. Við erum föst í hneykslishringekju. Við lítum í kringum okkur og öfundum frændfólk okkar í löndum sem við reynum að bera okkur saman við. Þar er ráðherrum og öðrum stjórnmálamönnum gert að taka pokann sinn ef svo mikið sem brotabrot af spillingunni sem við höfum vanist kæmi upp á yfirborðið. Á Íslandi er gott að vera myglaður. Samherjar þínir flykkjast allir til þess að slá upp skjaldborg í kringum mygluna og kóa með fram í rauðan dauðann – og þú gerir slíkt hið sama fyrir þau. Kannski er kominn tími til að stíga á bremsuna og hætta að fara hring eftir hring. Kannski er kominn tími til að við sem þjóð játum það fyrir sjálfum okkur að við séum orðin sjóveik og ringluð af óendanlegu sápuóperunni sem ríkisstjórnin okkar setur á svið dag eftir dag. Það er kominn tími á að við tileinkum okkur ný stjórnmál – heiðarlegri stjórnmál. Mörkum nýtt upphaf þar sem spilling fær ekki að þrífast. Nýtt upphaf þar sem unnið er í þágu almennings en ekki útvaldra vina og vandamanna. Ný stjórnmál í nýju samfélagi – þar sem siðferði og réttlæti fá að ráða meiru ekki flokksskírteini. Stjórnmál þar sem ábyrgð er öxluð þegar mistök eru gerð. Samfélag þar sem við sættum okkur ekki bara við mygluna. Öndum léttar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Spilling getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir – sumar ljósar, aðrar lúmskar. Það er spilling þegar löggæslufólk tekur við mútum, eins og tíðkast sumsstaðar í heiminum. Lögreglan stöðvar bílinn þinn og segir að þú hafir brotið umferðarlög – en að þú getir sloppið við að fara fyrir dómara ef þú borgar smávægilega “sekt” sem lögreglumaðurinn stingur svo í vasann. Spilling er þó ekki alltaf svona augljós. Reyndar er augljós spilling bara toppurinn á ísjakanum – sem breiðir allverulega úr sér þegar við lítum á hvað leynist undir yfirborðinu. Spilling getur dulist í flóknum skrifræðisferlum og falið sig á bak við ýmiskonar formlegheit – og við þurfum raunar alls ekki að líta langt til þess að finna hana. Í þá tíð er Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta í Reykjavík, til að mynda, tíðkaðist það að lóðum væri helst úthlutað til þeirra sem fyrst stoppuðu í Valhöll og lögðu inn í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Í Kópavogi hafði fyrirtæki í eigu eins bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins svo að segja einokunartangarhald á ákveðnum framkvæmdum innan sveitarfélagsins. Við þurfum ekki einu sinni að horfa til fortíðar í leit að spillingu því hún viðgengst enn í dag. Nýjasta útspilið snýst um að selja gömlum kunningjum og jafnvel ættingjum sínum ríkiseignir á þessum líka prýðilega afslætti. Þegar maður spyr hvernig í ósköpunum standi á því að fjármálaráðherra fái að selja pabba sínum banka fær maður hlægileg og mótsagnarkennd tilsvör. Við fáum að heyra að fjármálaráðherra þurfi bara ekkert að vita hverjum hann selur ríkiseign; honum beri ekkert að kanna hverjir séu að kaupa. Það mætti þá áætla að listinn yfir samþykkt tilboð gæti allt eins samanstaðið af hundrað skyldmennum Bjarna Benediktssonar, Dalton-bræðrum og Bjarnabófunum, og að það væri bara allt í fínasta, prýðilegasta lagi. Þetta er það sem stjórnarliðar vilja telja okkur trú um. Spilling er mislúmsk. Hún felur sig á bak við armslengdir og firrta ábyrgð. Hún réttlætir sig með illa rökstuddu orðagjálfri og afvegaleiðir með útúrsnúningum um túlkun smáatriða. Eftir situr almenningur þó með sárt ennið – og til að strá salti í sárið mæta stjórnarliðar upp í pontu og í fjölmiðlaviðtöl og söngla sjálfumglöð: “Engan þarf að öfunda!” Spilling á Íslandi er nefnilega ekki eins og spillingin þar sem lögreglumaðurinn stöðvar þig og biður þig um mútur. Spilling á Íslandi er líkari myglusvepp sem blómstrar milli veggjanna heima hjá okkur: ef við vöknum ekki til meðvitundar um hana og bregðumst við með afgerandi hætti er hætt við að okkur fari að finnast mygla bara frekar heimilisleg. Kósí jafnvel. Myglan mætir einn daginn, búin að láta sér vaxa skegg og við missum öll vitið. Kannski erum við þar nú þegar. Sátt við mygluna. Við erum nefnilega hætt að láta okkur bregða þegar spillingu bregður fyrir. Ráðherra gerist kannski uppvís að því að eiga aflandsfélög eða nýta sér innherjaupplýsingar til þess að selja hlut sinn í fyrirtækjum eða sjóðum dagana áður en almenningur tapar stórt á hruni þeirra. Við látum í okkur heyra í nokkra daga en svo gleymum við þessu öllu saman um leið og næsti skandall kemur upp. Við erum föst í hneykslishringekju. Við lítum í kringum okkur og öfundum frændfólk okkar í löndum sem við reynum að bera okkur saman við. Þar er ráðherrum og öðrum stjórnmálamönnum gert að taka pokann sinn ef svo mikið sem brotabrot af spillingunni sem við höfum vanist kæmi upp á yfirborðið. Á Íslandi er gott að vera myglaður. Samherjar þínir flykkjast allir til þess að slá upp skjaldborg í kringum mygluna og kóa með fram í rauðan dauðann – og þú gerir slíkt hið sama fyrir þau. Kannski er kominn tími til að stíga á bremsuna og hætta að fara hring eftir hring. Kannski er kominn tími til að við sem þjóð játum það fyrir sjálfum okkur að við séum orðin sjóveik og ringluð af óendanlegu sápuóperunni sem ríkisstjórnin okkar setur á svið dag eftir dag. Það er kominn tími á að við tileinkum okkur ný stjórnmál – heiðarlegri stjórnmál. Mörkum nýtt upphaf þar sem spilling fær ekki að þrífast. Nýtt upphaf þar sem unnið er í þágu almennings en ekki útvaldra vina og vandamanna. Ný stjórnmál í nýju samfélagi – þar sem siðferði og réttlæti fá að ráða meiru ekki flokksskírteini. Stjórnmál þar sem ábyrgð er öxluð þegar mistök eru gerð. Samfélag þar sem við sættum okkur ekki bara við mygluna. Öndum léttar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun