Reykjavik Group Þórður Gunnarsson skrifar 26. apríl 2022 08:30 Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn meirihlutans í borginni sáu ástæðu til þess að flagga nýbirtu ársuppgjöri Reykjavíkurborgar sem þrekvirki í rekstri sveitarfélags. Rekstrarafgangur upp á 23,4 milljarða króna hljómar vissulega mjög vel og sú tala rataði í fyrstu fyrirsagnir. Hins vegar ekki þarf að grafa djúpt í ársreikning borgarinnar til að sjá að ekki er allt með felldu. Heldur þvert á móti. Hin mikilvægasta stærðin í rekstri sveitarfélaga er veltufé frá rekstri. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur það viðmið að veltufé frá rekstri skuli vera um 5% af tekjum sveitarfélags ef skuldir nema um 100% af tekjum, en skuldahlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er á þeim slóðum. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar ætti því að vera í kringum sjö milljarða króna miðað við bókfærðar tekjur síðasta árs. Staðan er hins vegar sú að veltufé frá rekstri var tæpar 370 milljónir króna, eða um 0,3% af heildartekjum. Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga, að því er kemur fram í umfjöllun áðurnefndrar eftirlitsnefndar. Þannig er veltufé frá rekstri til marks um það hversu há fjárhæð er til ráðstöfunar eftir að búið er að greiða rekstrarkostnað, svo sem vaxtakostnað og annað sem til fellur við rekstur sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri Reykjavíkur var neikvætt um fjóra milljarða. Þeir 15 milljarðar sem Reykjavíkurborg átti á bók við árslok 2021 voru að öllu leyti fengnir að láni. Allt þetta gerist svo á sama tíma og tekjur A-hlutans voru tæpum átta milljörðum hærri en lagt var upp með í fjárhagsáætlun. En hvaðan kemur þá þessi risavaxna hagnaðartala fyrir síðasta ár? Í fyrsta lagi var um að ræða stærstu matsbreytingu á verðmæti eigna Félagsbústaða fyrr og síðar. Í öðru lagi var um að ræða hækkandi gangverð á álverðsafleiðum Orkuveitu Reykjavíkur. Báðir þessir liðir hafa engin áhrif á sjóðstreymi borgarinnar og skila ekki krónu í kassann. Nema að borgarstjóri ætli sér að selja Félagsbústaði, sem er ólíklegt. Að vísu getur borgarsjóður fengið lánað á móti þessum hækkandi eignum, eins og hefur ítrekað verið gert á síðustu árum. Að minnsta kosti þar til eftirlitsstofnun EFTA tekur endanlega fyrir þessa reikningsskilaaðferð með tilheyrandi tjóni fyrir rekstrar- og efnahagsreikning borgarinnar. Um leið og loftinu er hleypt úr uppblásnum mats- og gangvirðisbreytingum eigna, sem ekki stendur til að selja, kemur á daginn að rekstur borgarinnar er í ólestri. Fyrir þá sem vilja kynna sér hættur þess að stíga fram sigri hrósandi og bóka háar hagnaðartölur, sem byggjast eingöngu á bókhaldsæfingum og skila engu í kassann, má benda á ársreikninga FL Group og Exista frá árinu 2006. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun