Viðreisn vill Reykjanesbrautina í stokk Karólína Helga Símonardóttir og Árni Stefán Guðjónsson skrifa 26. apríl 2022 09:01 Eitt stærsta mál Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga undanfarin ár hefur verið skýr framtíðarsýn á hvað skuli gera við Reykjanesbrautina og hvað sé hægt að gera við hana til að auka lífsgæði bæjarbúa. Umferðarþunginn á gatnamótunum við Lækjargötu annars vegar og við Kaplakrika hins vegar hefur aukist ár frá ári í takt við fjölgun erlendra ferðamanna og öllum ljóst fyrir löngu að hringtorgin tvö eru algjörlega sprungin og hreinlega hættuleg. Og svo má ekki gleyma að nefna umferðarljósin tvö á milli Setbergs og Kaplakrika sem mynda algjöran flöskuháls á álagstímum og er einu umferðarljósin frá Sprengisandi og upp á Keflavíkurflugvöll. Viðreisn hefur frá upphafi hér í Hafnarfirði talað fyrir því að Reykjanesbrautina skuli einfaldlega leggja í stokk og héldum við þessu máli vel á lofti fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Hafnarfirði fyrir fjórum árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bænum undanfarin átta ár og einnig verið kjölfesta í ríkisstjórn landsins á sama tíma, með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Maður hlýtur því að spyrja sig hvernig á því standi að ekkert hafi áunnist í málinu af hálfu meirihluta bæjarstjórnar undanfarin ár. Það er ljóst að um afar stóra framkvæmd er um að ræða sem þyrfti að skipuleggja vel til þess að halda kostnaði og raski í lágmarki fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. En ávinningur bæjarbúa og í raun allra þeirra sem keyra Reykjanesbrautina í gegnum bæinn yrði aftur á móti mjög mikill. Fyrir það fyrsta myndi skapast gríðarlega verðmætt byggingarland á besta stað í bænum. Lóðasala á því landi myndi ganga upp í kostnað framkvæmdarinnar og bæjarbúum myndi fjölga í framhaldinu, sem greiða sitt útsvar inn í sameiginlega sjóði okkar allra. Einnig myndum við í Viðreisn vilja að hluti þeirra lóða sem myndu skapast yrðu eyrnamerktar meðal annars fyrir þjónustuíbúðir eldri borgara og fatlaða. Myndi þetta allt tengja bæinn okkar betur saman, auka þjónustu og auðvelda fólki sem býr til að mynda í Setberginu að komast til og frá hverfinu sínu. Hávaða-, sjón- og síðast en ekki síst umhverfismengun af akstri á brautinni í gegnum bæinn myndi snarminnka og umferðaröryggi í gegnum bæinn yrði mun meira en það er í dag. Á svæðinu mætti gera ráð fyrir hjólastígum og vistvænu hverfi í nútímalegum stíl, þar sem stutt er í alla þjónustu. Þetta myndi að sjálfsögðu auka lífsgæði Hafnfirðinga töluvert, eitthvað sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Við í Viðreisn göngum því vongóð í brjósti inn í komandi kosningar og ætlum okkur að halda áfram að berjast fyrir málefnum Reykjanesbrautarinnar með ráðum og dáðum. Meiri lífsgæði, meira gegnsæi, meiri Viðreisn! Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta mál Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga undanfarin ár hefur verið skýr framtíðarsýn á hvað skuli gera við Reykjanesbrautina og hvað sé hægt að gera við hana til að auka lífsgæði bæjarbúa. Umferðarþunginn á gatnamótunum við Lækjargötu annars vegar og við Kaplakrika hins vegar hefur aukist ár frá ári í takt við fjölgun erlendra ferðamanna og öllum ljóst fyrir löngu að hringtorgin tvö eru algjörlega sprungin og hreinlega hættuleg. Og svo má ekki gleyma að nefna umferðarljósin tvö á milli Setbergs og Kaplakrika sem mynda algjöran flöskuháls á álagstímum og er einu umferðarljósin frá Sprengisandi og upp á Keflavíkurflugvöll. Viðreisn hefur frá upphafi hér í Hafnarfirði talað fyrir því að Reykjanesbrautina skuli einfaldlega leggja í stokk og héldum við þessu máli vel á lofti fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Hafnarfirði fyrir fjórum árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bænum undanfarin átta ár og einnig verið kjölfesta í ríkisstjórn landsins á sama tíma, með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Maður hlýtur því að spyrja sig hvernig á því standi að ekkert hafi áunnist í málinu af hálfu meirihluta bæjarstjórnar undanfarin ár. Það er ljóst að um afar stóra framkvæmd er um að ræða sem þyrfti að skipuleggja vel til þess að halda kostnaði og raski í lágmarki fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. En ávinningur bæjarbúa og í raun allra þeirra sem keyra Reykjanesbrautina í gegnum bæinn yrði aftur á móti mjög mikill. Fyrir það fyrsta myndi skapast gríðarlega verðmætt byggingarland á besta stað í bænum. Lóðasala á því landi myndi ganga upp í kostnað framkvæmdarinnar og bæjarbúum myndi fjölga í framhaldinu, sem greiða sitt útsvar inn í sameiginlega sjóði okkar allra. Einnig myndum við í Viðreisn vilja að hluti þeirra lóða sem myndu skapast yrðu eyrnamerktar meðal annars fyrir þjónustuíbúðir eldri borgara og fatlaða. Myndi þetta allt tengja bæinn okkar betur saman, auka þjónustu og auðvelda fólki sem býr til að mynda í Setberginu að komast til og frá hverfinu sínu. Hávaða-, sjón- og síðast en ekki síst umhverfismengun af akstri á brautinni í gegnum bæinn myndi snarminnka og umferðaröryggi í gegnum bæinn yrði mun meira en það er í dag. Á svæðinu mætti gera ráð fyrir hjólastígum og vistvænu hverfi í nútímalegum stíl, þar sem stutt er í alla þjónustu. Þetta myndi að sjálfsögðu auka lífsgæði Hafnfirðinga töluvert, eitthvað sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Við í Viðreisn göngum því vongóð í brjósti inn í komandi kosningar og ætlum okkur að halda áfram að berjast fyrir málefnum Reykjanesbrautarinnar með ráðum og dáðum. Meiri lífsgæði, meira gegnsæi, meiri Viðreisn! Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun