Áratugi á biðlista hjá Borginni? Ólafur Hilmar Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 10:31 Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs varð Kjartan Ólafsson, 25 ára. Slík tímamót þykja mörgum nokkuð markverð en ólíkt flestum jafnöldrum sínum vildi hann ekkert vita af afmælinu og neitaði því staðfastlega að hann hefði elst. Ástæðu þessara viðbragða má rekja til þess að Kjartan er bæði einhverfur og með verulegt þroskafrávik vegna Downs heilkennis. Kjartan er einnig með sykursýki. Líf Kjartans er því flókið og hann á mikið undir því að sú þjónusta sem fötluðum er tryggð í lögum og reglugerðum sé í raun í boði. Flestir ganga út frá því að þeir sem fæðist með flókinn vanda eins og Kjartan fái góðan stuðning og að þörfum þeirra sé mætt á þeirra forsendum þegar þeir þurfa á þjónustu hins opinbera að halda. Því miður hefur það ekki verið raunin í tilfelli Kjartans. Feðgarnir Ólafur og Kjartan.Aðsend Er það biðlisti ef maður veit ekki hvar maður er í röðinni? Þegar Kjartan var tæplega tvítugur sótti hann um búsetu við hæfi hjá Reykjavíkurborg, eins og hann á rétt á, lögum samkvæmt. Við, talsmenn hans, töldum að með því gæfist Reykjavíkurborg, sem er heimasveitafélag Kjartans, nægur tími til þess að undirbúa húsnæði við hæfi fyrir Kjartan þannig að hann myndi flytja að heiman á svipuðum tíma og jafnaldrar hans, kannski 25 til 27 ára. Staðfest var að Kjartan ætti fullan rétt á búsetuúrræði. Umsókn hans var sett á lista sem starfsmenn Reykjavíkurborgar kalla biðlista, sem er í raun biðhít, þar sem ekki er um raunverulegan biðlista að ræða. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvar á umræddum „biðlista“ umsókn Kjartans væri, gripum við talsmenn hans í tómt. Engin ákveðin svör fengust af hálfu Reykjavíkurborgar. Síðar kom fram hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að Kjartan fengi engin svör fyrr en hann fengi úthlutað „úrræði“. Þá varð ljóst að leita yrði annarra leiða til þess að Kjartan fengi svar við þeirri eðlilegu spurningu hvenær röðin kæmi að honum á þessum svokallaða „biðlista“. Ákveðið var að stefna Reykjavíkurborg fyrir dóm til þess að fá viðurkennt að Kjartan ætti rétt á því að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæðisúrræði við hæfi, eins og lög og reglur segja að hann eigi rétt á. 47 fatlaðir bíða, en leyst úr vanda 11 þeirra á næstu 5 árum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur staðfesti rétt Kjartans til að fá upplýst hvenær hann mætti vænta þess að fá húsnæði við hæfi. Reykjavíkurborg ákvað að una ekki við dóminn og áfrýjaði honum til Landsréttar. Reykjavíkurborg telur þannig að Kjartan og aðrir í hans stöðu eigi ekki að fá að vita hvenær þeir megi eiga von á húsnæðisúrræði þó allt regluverk um húsnæði fyrir fatlaða tryggi rétt fatlaðs fólks til að fá upplýsingar um hvenær fyrirhugað sé að röðin komi að þeim. Ætla má að skýringin á þessari hörku Reykjavíkurborgar sé sú að þessar upplýsingar munu afhjúpa þann mikla uppsafnaða vanda sem fyrir er í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur upplýst að í þjónustuflokki Kjartans bíði 47 einstaklingar eftir búsetuúrræði. Áætlanir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir að til ársins 2027 fái 11 einstaklingar í þessum þjónustuflokki úrlausn sinna mála. Það þýðir að 36 einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála auk þeirra sem bætast við á þessum árum í þennan þjónustuflokk. Eftir fimm ár verður Kjartan búinn að halda upp á þrítugsafmæli sitt, á sinn einstaka hátt. Miðað við núverandi stöðu er ekkert sem bendir til þess að hann verði þá kominn í húsnæði við hæfi. Kjartan og allir aðrir í sömu stöðu og hann eru í algerri óvissu og eiga mikið undir því komið að Reykjavíkurborg verð gert að gefa þeim skýr svör um það hvenær búsetuúrræði verða í boði. Höfundur er faðir Kjartans og annar af tveimur persónulegum talsmönnum hans.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun