Í þjónustu fyrir Garðabæ Björg Fenger skrifar 26. apríl 2022 17:01 Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og mörg spennandi og mikilvæg verkefni bíða þeirra sem munu sitja við stjórnvölinn næstu árin. Við sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi bjóðum fram krafta okkar, þekkingu og reynslu til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera bæjarfélag í fremstu röð. Við teljum mikilvægt að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem hefur verið byggður upp í bænum síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Við höfum jafnframt skýra framtíðarsýn og viljum halda áfram að nútímavæða þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars með stafrænum lausnum. Mótum framtíðina saman fyrir Garðabæ Okkur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að móta framtíð sveitarfélagsins með íbúum þess enda þekkja þeir best sitt nærumhverfi. Við höfum því á undanförnum vikum haldið opna fundi þar sem íbúum hefur gefist kostur á að koma áherslum sínum á framfæri ásamt ábendingum um það sem íbúar eru ánægðir með og hvað megi gera betur. Slíkt samtal teljum við mikilvægt. Þessi vinnubrögð ríma vel við lýðræðisstefnu Garðabæjar og verkefnið „Betri Garðabær“ sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa. Garðabær hefur einnig hafið innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag sem snýr meðal annars að því að börn og ungmenni séu höfð með í ráðum varðandi nærumhverfi sitt og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram að þróa með íbúum framangreind verkefni. Stafrænar lausnir fyrir Garðabæ Undanfarin ár hefur tækniþróun verið hröð og vilja nú flestir nálgast þjónustu og upplýsingar frá bæjarfélaginu á einfaldan og auðveldan hátt. Til að halda í við slíka þróun er mikilvægt að sveitarfélögin í landinu vinni saman og nýti sameiginlega þekkingu og mannafla. Dæmi um nýjar tæknilausnir eru rafræn sundkort sem tekin voru í notkun í almenningssundlaugum Garðabæjar um síðustu mánaðarmót. Um þróunarverkefni er að ræða sem leitt er af Garðabæ sem er fyrsta bæjarfélagið til að bjóða upp á slík kort. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram á braut tækninnar. Með stafrænum lausnum má einfalda og auðvelda íbúum Garðarbæjar samskipti við bæinn sinn og aðgang að mikilvægum upplýsingum. Til starfa fyrir Garðabæ Það fylgir því mikil ábyrgð að bjóða sig fram og vilja stýra bæjarfélagi eins og Garðabæ. Það er ábyrgð sem við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tökum mjög alvarlega. Við viljum halda áfram að vinna af fullum krafti í þágu Garðbæinga og óskum við því eftir stuðningi ykkar í sveitastjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Setjið X við D. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Björg Fenger Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og mörg spennandi og mikilvæg verkefni bíða þeirra sem munu sitja við stjórnvölinn næstu árin. Við sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi bjóðum fram krafta okkar, þekkingu og reynslu til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera bæjarfélag í fremstu röð. Við teljum mikilvægt að viðhalda þeim fjárhagslega stöðugleika sem hefur verið byggður upp í bænum síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Við höfum jafnframt skýra framtíðarsýn og viljum halda áfram að nútímavæða þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars með stafrænum lausnum. Mótum framtíðina saman fyrir Garðabæ Okkur frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins finnst mikilvægt að móta framtíð sveitarfélagsins með íbúum þess enda þekkja þeir best sitt nærumhverfi. Við höfum því á undanförnum vikum haldið opna fundi þar sem íbúum hefur gefist kostur á að koma áherslum sínum á framfæri ásamt ábendingum um það sem íbúar eru ánægðir með og hvað megi gera betur. Slíkt samtal teljum við mikilvægt. Þessi vinnubrögð ríma vel við lýðræðisstefnu Garðabæjar og verkefnið „Betri Garðabær“ sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa. Garðabær hefur einnig hafið innleiðingu á verkefninu barnvænt sveitarfélag sem snýr meðal annars að því að börn og ungmenni séu höfð með í ráðum varðandi nærumhverfi sitt og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram að þróa með íbúum framangreind verkefni. Stafrænar lausnir fyrir Garðabæ Undanfarin ár hefur tækniþróun verið hröð og vilja nú flestir nálgast þjónustu og upplýsingar frá bæjarfélaginu á einfaldan og auðveldan hátt. Til að halda í við slíka þróun er mikilvægt að sveitarfélögin í landinu vinni saman og nýti sameiginlega þekkingu og mannafla. Dæmi um nýjar tæknilausnir eru rafræn sundkort sem tekin voru í notkun í almenningssundlaugum Garðabæjar um síðustu mánaðarmót. Um þróunarverkefni er að ræða sem leitt er af Garðabæ sem er fyrsta bæjarfélagið til að bjóða upp á slík kort. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins viljum halda áfram á braut tækninnar. Með stafrænum lausnum má einfalda og auðvelda íbúum Garðarbæjar samskipti við bæinn sinn og aðgang að mikilvægum upplýsingum. Til starfa fyrir Garðabæ Það fylgir því mikil ábyrgð að bjóða sig fram og vilja stýra bæjarfélagi eins og Garðabæ. Það er ábyrgð sem við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tökum mjög alvarlega. Við viljum halda áfram að vinna af fullum krafti í þágu Garðbæinga og óskum við því eftir stuðningi ykkar í sveitastjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Setjið X við D. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun