Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. apríl 2022 06:41 Úkraínskur hermaður framkvæmir viðhald á skriðdreka í austurhluta landsins. AP/Evgeniy Maloletka Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira