Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2022 12:58 Alan Talib eigandi Cromwell Rugs ehf. var síður en svo ánægður með stjórnvaldssektina sem Neytendastofa gerði honum að greiða. Vísir Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg. Heilsíðuauglýsing Cromwell Rugs ehf. um krísu-útrýmingarsölu birtist í Morgunblaðinu í byrjun októbermánaðar í fyrra og þar auglýst handofin persnesk teppi. Fullyrt var í auglýsingunni að teppi, sem allajafna kosti 1,1 milljón króna, væri nú fáanlegt á 430 þúsund krónur. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu um miðjan október, eftir umkvartanir meðal annars Neytendasamtakanna, að Cromwell Rugs ehf. hefði brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og var félagið sektað um þrjár milljónir króna. Áfrýjunarnefnd hefur nú staðfest hluta úrskurðar Neytendastofu um brot, þar sem ekki var sýnt fram á að verðlækkun á teppunum væri raunveruleg. Nefndin felldi hins vegar úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingum um tilefni verðlækkana. Var þar um að ræða fullyrðingarnar: „Covid-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi“ og „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“ Cromwell Rugs er þá gert að greiða milljónina í ríkissjóð innan þriggja mánaða. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Kópavogur Tengdar fréttir Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. 4. apríl 2022 16:09 Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 19. október 2021 21:13 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Heilsíðuauglýsing Cromwell Rugs ehf. um krísu-útrýmingarsölu birtist í Morgunblaðinu í byrjun októbermánaðar í fyrra og þar auglýst handofin persnesk teppi. Fullyrt var í auglýsingunni að teppi, sem allajafna kosti 1,1 milljón króna, væri nú fáanlegt á 430 þúsund krónur. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu um miðjan október, eftir umkvartanir meðal annars Neytendasamtakanna, að Cromwell Rugs ehf. hefði brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og var félagið sektað um þrjár milljónir króna. Áfrýjunarnefnd hefur nú staðfest hluta úrskurðar Neytendastofu um brot, þar sem ekki var sýnt fram á að verðlækkun á teppunum væri raunveruleg. Nefndin felldi hins vegar úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingum um tilefni verðlækkana. Var þar um að ræða fullyrðingarnar: „Covid-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi“ og „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“ Cromwell Rugs er þá gert að greiða milljónina í ríkissjóð innan þriggja mánaða.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Kópavogur Tengdar fréttir Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. 4. apríl 2022 16:09 Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 19. október 2021 21:13 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. 4. apríl 2022 16:09
Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 19. október 2021 21:13
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50