Fyrsta blikið: Óttaðist það mest að „falla fyrir honum“ á blindu stefnumóti Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. apríl 2022 08:01 Það var mikið um hlátur, bros og gleði á blindu stefnumóti Vilhjálms og Bjargar í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2. Stöð 2 Það var mikið um hlátur, grín og gaman á dásamlegu blindu stefnumóti þeirra Bjargar og Villa í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2. Steig stórt skref þetta kvöld Björg steig hressilega út fyrir þægindarammann með þátttöku sinni í þættinum en hún hefur verið einhleyp í átta ár og segist sjálf frekar feimin og óframfærin. Það var því stórt skref fyrir Björgu að ákveða að slá til og fara á blint stefnumót og það fyrir framan myndavélar. Hún lýsir sjálfum sér sem miklum klaufa og segist hafa óttast það mest að hella niður eða jafnvel hrasa og detta á stefnumótinu. Björg hefur verið einhleyp í átta ár og var því stórt skref fyrir hana að taka þá ákvörðun að taka þátt í stefnumótaþætti. Hún upplifði mikið stress fyrir kvöldinu en segist þó hafa verið mjög stolt af sér að hafa látið verða af því að taka þátt. Stöð 2 Mætti með rós á stefnumótið Vilhjálmur, eða Villi eins og hann er alltaf kallaður, er aftur á móti ekki óvanur því að vera fyrir framan myndavélarnar en síðustu árin hefur hann starfað sem leikari. Hann hefur því bæði sést á skjánum í ýmsum auglýsingum, íslenskum þáttaseríum og kvikmyndum. Villi klikkaði ekki á rómantíkinni og mætti með rós á blint stefnumót. Stöð 2 Þrátt fyrir það segist hann sjálfur vera feiminn þegar hann er ekki í einhverju ákveðnu hlutverki og var því töluverður fiðringur hjá báðum aðilum fyrir stóra kvöldið. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þátt fjögur, en hafa enn ekki séð hann, þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. .... Stressið hvarf þó eins og dögg fyrir sólu þegar Björg og Villi hittust í fyrsta sinn og eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan hefði stefnumótið varla getað gengið betur. Klippa: Fyrsta blikið - Óttaðist að hella niður og detta á blindu stefnumóti Fyrsta bliks lagalistar á Spotify Tónlistin úr þáttunum hefur vakið töluverða athygli og nú verður hægt að nálgast lögin úr hverjum þætti inn á Spotify síðu Fyrsta bliksins. Þeir sem vilja koma sér í réttu stemninguna fyrir kvöldið geta nálgast lagalistana úr þáttunum hér fyrir neðan. Fjórði þáttur: Þriðji þáttur: Annar þáttur: Fyrsti þáttur: Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Ástin og lífið Fyrsta blikið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta blikið: „Hæ fjölskylda! Hérna er ég með stelpu“ Það vantaði ekki útgeislunina og einlægnina í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið. Í kvöld klukkan 18:55 verður svo þáttur fjögur á dagskrá Stöðvar 2. 22. apríl 2022 15:33 Blint stefnumót Skúla og Birtu endaði með bíómyndakossi Þau elska bæði Harry Potter, spila sömu tölvuleiki, segjast bæði vera Nexus-nördar og horfa á sömu kvikmyndirnar. Birta Rós og Skúli voru eitt tveggja para í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið síðasta föstudagskvöld. 1. apríl 2022 16:53 Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Hún vildi víkingalegan öryggisvörð og hann stelpu sem er opin og til í ævintýri, Freyr og Vala voru annað tveggja para í öðru þætti Fyrsta bliksins. 8. apríl 2022 17:39 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Steig stórt skref þetta kvöld Björg steig hressilega út fyrir þægindarammann með þátttöku sinni í þættinum en hún hefur verið einhleyp í átta ár og segist sjálf frekar feimin og óframfærin. Það var því stórt skref fyrir Björgu að ákveða að slá til og fara á blint stefnumót og það fyrir framan myndavélar. Hún lýsir sjálfum sér sem miklum klaufa og segist hafa óttast það mest að hella niður eða jafnvel hrasa og detta á stefnumótinu. Björg hefur verið einhleyp í átta ár og var því stórt skref fyrir hana að taka þá ákvörðun að taka þátt í stefnumótaþætti. Hún upplifði mikið stress fyrir kvöldinu en segist þó hafa verið mjög stolt af sér að hafa látið verða af því að taka þátt. Stöð 2 Mætti með rós á stefnumótið Vilhjálmur, eða Villi eins og hann er alltaf kallaður, er aftur á móti ekki óvanur því að vera fyrir framan myndavélarnar en síðustu árin hefur hann starfað sem leikari. Hann hefur því bæði sést á skjánum í ýmsum auglýsingum, íslenskum þáttaseríum og kvikmyndum. Villi klikkaði ekki á rómantíkinni og mætti með rós á blint stefnumót. Stöð 2 Þrátt fyrir það segist hann sjálfur vera feiminn þegar hann er ekki í einhverju ákveðnu hlutverki og var því töluverður fiðringur hjá báðum aðilum fyrir stóra kvöldið. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þátt fjögur, en hafa enn ekki séð hann, þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. .... Stressið hvarf þó eins og dögg fyrir sólu þegar Björg og Villi hittust í fyrsta sinn og eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan hefði stefnumótið varla getað gengið betur. Klippa: Fyrsta blikið - Óttaðist að hella niður og detta á blindu stefnumóti Fyrsta bliks lagalistar á Spotify Tónlistin úr þáttunum hefur vakið töluverða athygli og nú verður hægt að nálgast lögin úr hverjum þætti inn á Spotify síðu Fyrsta bliksins. Þeir sem vilja koma sér í réttu stemninguna fyrir kvöldið geta nálgast lagalistana úr þáttunum hér fyrir neðan. Fjórði þáttur: Þriðji þáttur: Annar þáttur: Fyrsti þáttur: Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Ástin og lífið Fyrsta blikið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta blikið: „Hæ fjölskylda! Hérna er ég með stelpu“ Það vantaði ekki útgeislunina og einlægnina í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið. Í kvöld klukkan 18:55 verður svo þáttur fjögur á dagskrá Stöðvar 2. 22. apríl 2022 15:33 Blint stefnumót Skúla og Birtu endaði með bíómyndakossi Þau elska bæði Harry Potter, spila sömu tölvuleiki, segjast bæði vera Nexus-nördar og horfa á sömu kvikmyndirnar. Birta Rós og Skúli voru eitt tveggja para í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið síðasta föstudagskvöld. 1. apríl 2022 16:53 Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Hún vildi víkingalegan öryggisvörð og hann stelpu sem er opin og til í ævintýri, Freyr og Vala voru annað tveggja para í öðru þætti Fyrsta bliksins. 8. apríl 2022 17:39 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fyrsta blikið: „Hæ fjölskylda! Hérna er ég með stelpu“ Það vantaði ekki útgeislunina og einlægnina í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið. Í kvöld klukkan 18:55 verður svo þáttur fjögur á dagskrá Stöðvar 2. 22. apríl 2022 15:33
Blint stefnumót Skúla og Birtu endaði með bíómyndakossi Þau elska bæði Harry Potter, spila sömu tölvuleiki, segjast bæði vera Nexus-nördar og horfa á sömu kvikmyndirnar. Birta Rós og Skúli voru eitt tveggja para í stefnumótaþættinum Fyrsta blikið síðasta föstudagskvöld. 1. apríl 2022 16:53
Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Hún vildi víkingalegan öryggisvörð og hann stelpu sem er opin og til í ævintýri, Freyr og Vala voru annað tveggja para í öðru þætti Fyrsta bliksins. 8. apríl 2022 17:39