Það er verk að vinna í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 27. apríl 2022 15:30 Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf. Jafnaðarmenn eru tilbúnir í það verkefni að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfirði. Það er kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa stýrt bænum síðustu átta ár. Til að nýr meirihluti taki við stjórn bæjarins með manngildi og réttlæti að leiðarljósi, þarf að kjósa Samfylkinguna í Hafnarfirði 14.maí næstkomandi. Jafnaðarmenn nálgast það viðfangsefni af alvöru, en með bjartsýni. Okkur er ljóst að það er víða verk að vinna. Mörg mál hafa verið látin reka á reiðanum og of lítið verið sinnt. Eða þá hreinlega illa unnin. Íbúamálin þarf að taka föstu tökum og tryggj jafnt og traust framboð á lóðum og íbúðum. Það mun aldrei verða undir stjórn jafnaðarmanna að það fækki í bænum eins og gerðist í valdatíð Sjálfstæðisflokksins árið 2020 vegna óstjórnar í málaflokkum. Eins munum við tryggja fjölbreytt val íbúðaforma og þess vegna kalla að verki óhagnaðardrifin félög sem reisi íbúðir á félagslegum grunni, en ekki með hámarksgróða ,heldur á sanngjörnu verði til ungs fólks, meðaltekjufólks, fólks sem höllum fæti stendur og annarra sem þurfa þak yfir höfuðið. Við jafnaðarmenn tryggjum jafna og stöðuga fjölgun íbúða og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná niður íbúðaverði. Átak í leikskólamálum Við ætlum að lyfta leikskólanum og hlúa að honum, starfsfólki hans og skapa fleiri skólarými fyrir börnin okkar. Við munum reisa nýja leikskóla. Til að flýta fyrir inntöku barna strax við 12 mánaða aldur, þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur, þá munum við kappkosta að bjóða upp á valkosti í ungbarnavistun hjá bænum og eins efla og styrkja dagforeldrakerfið. Það verði brúin yfir í hefðbundna leikskóla, þannig að yngstu börnin fái skjól strax við 12 mánaða aldurinn. Mikils virði er líka ná sátt við starfsfólk leikskólanna og bæta vinnuumhverfi þess. Við vinnum með starfsfólki bæjarins í þeirra þjónustustörfum. Það verður forgangsmál. Úrræði fyrir fatlaða þarf að taka föstu tökum og tryggja aðgengi þeirra að þjónustu, þar sem manneskjan er í öndvegi. Þar skiptir rétt hugarfar miklu máli hjá þeiim sem veitir þjónustuna og kostar hana. Allir með Jafnaðarstefnan er lífsstefna, þar sem samhjálp og samstarf eru lykilatriði. Við segjum líka: öflugt atvinnulíf skapar velferð, en um leið þarf öfluga velferð til að tryggja gott atvinnulíf. Og í samfélagi okkar eiga allir að vera með - enginn skilinn eftir. Samfylkingin er tilbúin í verkin með Hafnfirðingum. Stöndum saman um það að gera Hafnarfjarðarbæ að fyrirmyndarbæjarfélagi á landsvísu á velflestum sviðum. Við eigum samleið í því verkefni. XS að sjálfsögðu! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf. Jafnaðarmenn eru tilbúnir í það verkefni að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfirði. Það er kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa stýrt bænum síðustu átta ár. Til að nýr meirihluti taki við stjórn bæjarins með manngildi og réttlæti að leiðarljósi, þarf að kjósa Samfylkinguna í Hafnarfirði 14.maí næstkomandi. Jafnaðarmenn nálgast það viðfangsefni af alvöru, en með bjartsýni. Okkur er ljóst að það er víða verk að vinna. Mörg mál hafa verið látin reka á reiðanum og of lítið verið sinnt. Eða þá hreinlega illa unnin. Íbúamálin þarf að taka föstu tökum og tryggj jafnt og traust framboð á lóðum og íbúðum. Það mun aldrei verða undir stjórn jafnaðarmanna að það fækki í bænum eins og gerðist í valdatíð Sjálfstæðisflokksins árið 2020 vegna óstjórnar í málaflokkum. Eins munum við tryggja fjölbreytt val íbúðaforma og þess vegna kalla að verki óhagnaðardrifin félög sem reisi íbúðir á félagslegum grunni, en ekki með hámarksgróða ,heldur á sanngjörnu verði til ungs fólks, meðaltekjufólks, fólks sem höllum fæti stendur og annarra sem þurfa þak yfir höfuðið. Við jafnaðarmenn tryggjum jafna og stöðuga fjölgun íbúða og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná niður íbúðaverði. Átak í leikskólamálum Við ætlum að lyfta leikskólanum og hlúa að honum, starfsfólki hans og skapa fleiri skólarými fyrir börnin okkar. Við munum reisa nýja leikskóla. Til að flýta fyrir inntöku barna strax við 12 mánaða aldur, þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur, þá munum við kappkosta að bjóða upp á valkosti í ungbarnavistun hjá bænum og eins efla og styrkja dagforeldrakerfið. Það verði brúin yfir í hefðbundna leikskóla, þannig að yngstu börnin fái skjól strax við 12 mánaða aldurinn. Mikils virði er líka ná sátt við starfsfólk leikskólanna og bæta vinnuumhverfi þess. Við vinnum með starfsfólki bæjarins í þeirra þjónustustörfum. Það verður forgangsmál. Úrræði fyrir fatlaða þarf að taka föstu tökum og tryggja aðgengi þeirra að þjónustu, þar sem manneskjan er í öndvegi. Þar skiptir rétt hugarfar miklu máli hjá þeiim sem veitir þjónustuna og kostar hana. Allir með Jafnaðarstefnan er lífsstefna, þar sem samhjálp og samstarf eru lykilatriði. Við segjum líka: öflugt atvinnulíf skapar velferð, en um leið þarf öfluga velferð til að tryggja gott atvinnulíf. Og í samfélagi okkar eiga allir að vera með - enginn skilinn eftir. Samfylkingin er tilbúin í verkin með Hafnfirðingum. Stöndum saman um það að gera Hafnarfjarðarbæ að fyrirmyndarbæjarfélagi á landsvísu á velflestum sviðum. Við eigum samleið í því verkefni. XS að sjálfsögðu! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun