Viðvaranir Sigmar Guðmundsson skrifar 28. apríl 2022 15:01 Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Salan á 50 milljarða hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka verður sífellt undarlegri. Nú er komið í ljós með ummælum viðskiptaráðherra fyrr í dag að aðdragandinn í ríkisstjórn og ráðherranefndinni er sennilega furðulegasta púslið í þeirra skrípamynd sem er að teiknast upp. Fyrir páska sagði viðskiptaráðherra orðrétt: „ Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka.. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð.“ Viðskiptaráðherra vildi sem sagt fara aðra leið. Lilja Alfreðsdóttir varaði við og sá þetta stórslys fyrir sem eyddi öllu trausti og kemur í veg fyrir frekari eignasölu. Það er hins vegar óverjandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur um þetta fyrir söluna. Forsætisráðherra brást við þessu með því að sá efasemdum um frásögn viðskiptaráðherra með því að benda á að ekkert hafi verið bókað um efasemdirnar og áhyggjurnar. En bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra voru hins vegar alveg í skýjunum með útboðið fyrstu dagana eftir að því lauk. En svo birtist listinn og allt hrundi. Lilja Alfreðsdóttir opinberar svo á Alþingi í dag aðrir ráðherrar í nefndinni hafi bæði haft áhyggjur og efasemdir um þá leið sem farin var. Það þarf eiginlega að endurtaka þetta: Viðskiptaráðherra var að opinbera að bæði fjármála og forsætisráðherra höfðu efasemdir og áhyggjur af þeirri leið sem valin var, en fóru hana samt. Hvernig getur nokkur lifandi maður efast um ábyrgð ráðherrana eftir þetta? Hvernig er hægt að halda því fram að ekki þurfi að rannsaka ábyrgð ráðherrana þriggja sem allir höfðu áhyggjur af leiðinni - sem allir höfðu efasemdir um aðferðina - en ákváðu samt, áhyggjufullir og fullir efasemda, að selja bankann með þessari aðferð. Ríkisendurskoðun er ekki að rannsaka þennan aðdraganda. Ekki fjármálaeftirlitið heldur. Rannsóknarnefnd alþingis verður að fara ofan í saumana á því hvers vegna ráðherrarnir þrír völdu að selja 50 milljarða eign almennings með leið sem þeir höfðu sjálfir efasemdir um og áhyggjur af. Leið sem endaði lóðbeint ofan í skurði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar