Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 16:38 Rosio er dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að endurgreiða systrunum þá fjárhæð sem hún er sakfelld fyrir að hafa dregið sér frá þeim. Vísir/Vilhelm Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum. Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum.
Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira