Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 29. apríl 2022 23:55 Mikill styr hefur staðið um Sigurð Inga Jóhannsson sem gegnir embætti innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni. Hart var tekist á um Íslandsbankamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var til svara. Hann viðurkenndi fúslega að hann væri afar svekktur með hvernig útboðið hefði farið en varpaði þeirri ábyrgð á fleiri en ríkisstjórnina, því enginn hefði stungið upp á því í aðdraganda útboðsins að sett yrði lágmarksupphæð sem hæfir fjárfestar yrðu að kaupa fyrir. „Ég er svekktur út í sjálfan mig. En það var því miður enginn, ekki heldur í þessum sal, ekki heldur þeir sem hæst hafa galað á síðustu dögum,“ sagði Sigurður Ingi. Sagði Sigurður loks að sérfræðingarnir sem hefðu ráðlagt ríkisstjórninni í ferlinu hefðu brugðist og hafði einnig þetta að segja um Bankasýslu ríkisins: „Vegna þess að ég treysti ekki Bankasýslunni. Ég treysti henni ekki eftir það sem undan er gengið.“ Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð fjármálaráðherra sem sagði eftirfarandi við fréttastofu fyrir sléttri viku þegar hann var spurður út í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Bankasýsluna niður. „Ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. En það er ekki það sem við erum að gera.“ Eldheitar umræður um ummæli Sigurðar Inga Það var hart sótt að ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag en það var ekki bara vegna Íslandsbankamálsins. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag var Sigurður Ingi líka spurður út í óviðeigandi ummæli sín um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi sem var haldið í byrjun mánaðarins. Ráðherrann var ekki sáttur með að verið væri að rifja það mál upp aftur og spurði hvort málið væri einungis rætt þar sem stutt er í sveitarstjórnarkosningar. Þau viðbrögð hans urðu síðan tilefni til sérstakrar umræðu á þinginu í dag þar sem mikill hiti var í fólki. Horfa má á umræðuna í spilaranum hér að neðan að lokinni umfjöllun um Íslandsbankamálið: „Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem hann kemur hérna inn á Alþingi og ræðir þetta mál og hver eru hans viðbrögð? Jú það eru allir svo vondir við hann. Þetta snýst allt um Einar Þorsteinsson eða sveitarstjórnarkosningar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson. þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafði eftirfarandi að segja: „Ég vísa því til föðurhúsanna að hér séu einhver tengsl milli orðræðu og sveitarstjórnarkosninga. Hversu sjálfhverfir geta menn verið?“ Flokksbróður hennar Sigmari Guðmundssyni var heitt í hamsi þegar hann krafðist þess að Framsóknarflokkurinn segi að orðræða á borð við þá sem Sigurður Ingi beitti umrætt kvöld verði ekki liðin. „Ég kalla eftir því að hæstvirtur innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Framsóknarflokkurinn allur viðurkenni það í verki og orði að svona orðræða eins og formaður Framsóknarflokksins viðhafði um fólk af öðrum uppruna verði ekki liðin,“ sagði hann. „Og ég sé að hæstvirtur ráðherra gengur hér hristandi hausinn út úr salnum og hefur engan skilning á pólitískri ábyrgð sinni gagnvart hverri einustu manneskju sem býr í þessu landi,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hefði líklega ekki svarað svona fyrir mánuði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega að Sigurður Ingi hafi ekki mætt á Alþingi til að svara fyrirspurnum um málið. „Ég velti því fyrir mér hvernig þetta hefði litið út fyrir mánuði síðan, þegar við vorum að undirbúa þessa spurningu. Ef hann hefði svarað öðruvísi þá, af hverju ætti hann að svara einhvern veginn öðruvísi núna? Að gera þetta að einhverju sveitarstjórnarmáli,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hart var tekist á um Íslandsbankamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var til svara. Hann viðurkenndi fúslega að hann væri afar svekktur með hvernig útboðið hefði farið en varpaði þeirri ábyrgð á fleiri en ríkisstjórnina, því enginn hefði stungið upp á því í aðdraganda útboðsins að sett yrði lágmarksupphæð sem hæfir fjárfestar yrðu að kaupa fyrir. „Ég er svekktur út í sjálfan mig. En það var því miður enginn, ekki heldur í þessum sal, ekki heldur þeir sem hæst hafa galað á síðustu dögum,“ sagði Sigurður Ingi. Sagði Sigurður loks að sérfræðingarnir sem hefðu ráðlagt ríkisstjórninni í ferlinu hefðu brugðist og hafði einnig þetta að segja um Bankasýslu ríkisins: „Vegna þess að ég treysti ekki Bankasýslunni. Ég treysti henni ekki eftir það sem undan er gengið.“ Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð fjármálaráðherra sem sagði eftirfarandi við fréttastofu fyrir sléttri viku þegar hann var spurður út í ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja Bankasýsluna niður. „Ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. En það er ekki það sem við erum að gera.“ Eldheitar umræður um ummæli Sigurðar Inga Það var hart sótt að ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag en það var ekki bara vegna Íslandsbankamálsins. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag var Sigurður Ingi líka spurður út í óviðeigandi ummæli sín um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi sem var haldið í byrjun mánaðarins. Ráðherrann var ekki sáttur með að verið væri að rifja það mál upp aftur og spurði hvort málið væri einungis rætt þar sem stutt er í sveitarstjórnarkosningar. Þau viðbrögð hans urðu síðan tilefni til sérstakrar umræðu á þinginu í dag þar sem mikill hiti var í fólki. Horfa má á umræðuna í spilaranum hér að neðan að lokinni umfjöllun um Íslandsbankamálið: „Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem hann kemur hérna inn á Alþingi og ræðir þetta mál og hver eru hans viðbrögð? Jú það eru allir svo vondir við hann. Þetta snýst allt um Einar Þorsteinsson eða sveitarstjórnarkosningar,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson. þingmaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, hafði eftirfarandi að segja: „Ég vísa því til föðurhúsanna að hér séu einhver tengsl milli orðræðu og sveitarstjórnarkosninga. Hversu sjálfhverfir geta menn verið?“ Flokksbróður hennar Sigmari Guðmundssyni var heitt í hamsi þegar hann krafðist þess að Framsóknarflokkurinn segi að orðræða á borð við þá sem Sigurður Ingi beitti umrætt kvöld verði ekki liðin. „Ég kalla eftir því að hæstvirtur innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Framsóknarflokkurinn allur viðurkenni það í verki og orði að svona orðræða eins og formaður Framsóknarflokksins viðhafði um fólk af öðrum uppruna verði ekki liðin,“ sagði hann. „Og ég sé að hæstvirtur ráðherra gengur hér hristandi hausinn út úr salnum og hefur engan skilning á pólitískri ábyrgð sinni gagnvart hverri einustu manneskju sem býr í þessu landi,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hefði líklega ekki svarað svona fyrir mánuði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega að Sigurður Ingi hafi ekki mætt á Alþingi til að svara fyrirspurnum um málið. „Ég velti því fyrir mér hvernig þetta hefði litið út fyrir mánuði síðan, þegar við vorum að undirbúa þessa spurningu. Ef hann hefði svarað öðruvísi þá, af hverju ætti hann að svara einhvern veginn öðruvísi núna? Að gera þetta að einhverju sveitarstjórnarmáli,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira