700 milljónir í hús og einn íbúi Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 30. apríl 2022 19:02 Ekki eru allar ferðir til fjár og það á við um tilraun meirihlutans í Reykjavík til að skapa heimilislausum húsnæði. Eins þarft verk og það er, blasir við að nauðsynlegt er að vanda til verka og fara vel með takmörkuð fjárráð. Segja má að allt þetta hafi farið úrskeiðis þegar meirihlutinn ákvað að reyna að leysa vanda heimilislausra með því að setja upp smáhýsi víðsvegar í borginni. Nú er svo komið að ríflega 700 milljónir króna hafa verið settar í verkið og aðeins einn íbúi nýtir sér húsnæðið. Hvernig má það vera? Jú, aðferðarfræðin er röng. Það er fráleit nálgun að ætla að setja slík hús niður á fáförnum stöðum eftirlitslaust. Í Gufunesi eru fimm hús, þar býr einn maður, búið er að eyðileggja innbú annarra húsa og kveikja í einu þeirra. Í Skútuvogi eru þrjú hús sem hefur tekið óratíma að setja upp, þrátt fyrir að þau hafi komið tilbúin að utan. Þar býr enginn. Flest smáhýsanna strönduðu á geymslusvæði borgarinnar í Skerjafirði þar sem þau stóðu í löngum röðum eftir að hafa verið flutt inn til landsins. Já, það var ekki einu sinni hægt að styðja við íslenskan iðnað. Verst er að á sama tíma hefur meirihlutinn tregðast við að styðja við þau samtök sem í nafni mannúðar eru að reyna að aðstoða þennan hóp. Dæmi um slíkt er Skjólið-dagsetur fyrir konur sem hafa t.d ekki fastan samastað yfir daginn. Hjálparstarf kirkjunnar rekur þetta úrræði og er það staðsett í Grensáskirkju. Borgarstjóri hundsaði allar óskir um styrki til þeirra þar til ekki var lengur hægt að verja slíka ákvörðun. Sama afstaða var til Hjálpræðishersins sem alltaf hefur reynt að aðstoða heimilislausa. Nálgast þarf heimilislausa eins og aðra, þar sem hver og einn einstaklingur fær viðeigandi þjónustu og stuðning með mannúð að leiðarljósi. Allir vilja eiga aðgang að húsaskjóli og fá að vera í friði. Þessum 700 milljónunum hefði verið betur varið í að setja upp úrræði sem henta þessum einstaklingum og þá í samráði við aðila sem þekkja þarfir þeirra og vilja. Þessu vil ég breyta fái ég til þess umboð ykkar í vor. Setjum X við M þann 14. maí næstkomandi. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Ekki eru allar ferðir til fjár og það á við um tilraun meirihlutans í Reykjavík til að skapa heimilislausum húsnæði. Eins þarft verk og það er, blasir við að nauðsynlegt er að vanda til verka og fara vel með takmörkuð fjárráð. Segja má að allt þetta hafi farið úrskeiðis þegar meirihlutinn ákvað að reyna að leysa vanda heimilislausra með því að setja upp smáhýsi víðsvegar í borginni. Nú er svo komið að ríflega 700 milljónir króna hafa verið settar í verkið og aðeins einn íbúi nýtir sér húsnæðið. Hvernig má það vera? Jú, aðferðarfræðin er röng. Það er fráleit nálgun að ætla að setja slík hús niður á fáförnum stöðum eftirlitslaust. Í Gufunesi eru fimm hús, þar býr einn maður, búið er að eyðileggja innbú annarra húsa og kveikja í einu þeirra. Í Skútuvogi eru þrjú hús sem hefur tekið óratíma að setja upp, þrátt fyrir að þau hafi komið tilbúin að utan. Þar býr enginn. Flest smáhýsanna strönduðu á geymslusvæði borgarinnar í Skerjafirði þar sem þau stóðu í löngum röðum eftir að hafa verið flutt inn til landsins. Já, það var ekki einu sinni hægt að styðja við íslenskan iðnað. Verst er að á sama tíma hefur meirihlutinn tregðast við að styðja við þau samtök sem í nafni mannúðar eru að reyna að aðstoða þennan hóp. Dæmi um slíkt er Skjólið-dagsetur fyrir konur sem hafa t.d ekki fastan samastað yfir daginn. Hjálparstarf kirkjunnar rekur þetta úrræði og er það staðsett í Grensáskirkju. Borgarstjóri hundsaði allar óskir um styrki til þeirra þar til ekki var lengur hægt að verja slíka ákvörðun. Sama afstaða var til Hjálpræðishersins sem alltaf hefur reynt að aðstoða heimilislausa. Nálgast þarf heimilislausa eins og aðra, þar sem hver og einn einstaklingur fær viðeigandi þjónustu og stuðning með mannúð að leiðarljósi. Allir vilja eiga aðgang að húsaskjóli og fá að vera í friði. Þessum 700 milljónunum hefði verið betur varið í að setja upp úrræði sem henta þessum einstaklingum og þá í samráði við aðila sem þekkja þarfir þeirra og vilja. Þessu vil ég breyta fái ég til þess umboð ykkar í vor. Setjum X við M þann 14. maí næstkomandi. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar