Gerum betur við upphaf og enda lífs Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2022 15:31 Það er magnað að fylgjast með nýju lífi koma í heiminn, ótrúleg sköpun sem á 9 mánuðum vex og dafnar í móðurkviði, fæðist og tekur sinn fyrsta andardrátt. Flest börn fá sem betur fer góða umönnun á fyrstu mánuðum lífs síns. Brjóstamjólk, ást og umhyggju og allir reyna að gera sitt besta við að sinna nýja fjölskyldumeðlimnum. Við Íslendingar erum lánsöm að báðir foreldrar geta nú tekið virkan þátt í því en fæðingarorlof er mikilvægt fyrir bæði foreldra og barn. En hvað tekur svo við? Óvissa og aftur óvissa. Dagmæður eru ekki á lausu og kostnaður við að nýta sér þeirra þjónustu er mun meiri en niðurgreidd leikskólagjöld sveitarfélaganna. Í raun er kostnaður við daggæslu barna upp að 18 mánaða aldri allt að 100 þús. krónur à mánuði. Nàmsmenn hafa forgang í suma leikskóla og fà plàss fyrir börn sín þar fyrr en aðrir. Það er vel þekkt að sumir hafa skráð sig i nàm bara til að fá pláss fyrir barnið í dagvist. Hvers vegna er ekki öll þessi þjónusta á sama verði og niðurgreidd fyrir öll börn? Börnin eru sett í hendur ókunnugra í átta tíma á dag og oftast gengur það vel en munum að á þessum árum geta þau ekki tjáð sig. Þetta eru árin sem engin man og þessi ár móta þau fyrir lífstíð. Ómálga börn hafa ekki talsmann eða rödd sem berst fyrir þeirra réttindum. Að sjálfsögðu ættu leikskólar að standa öllum börnum opnir þegar fæðingarorlofi lýkur og vera foreldrum gjaldfrjálsir. Starfsfólk sem sinnir okkar dýrmætasta fólki ætti að vera betur launað og þau störf eftirsóknarverð þannig að hægt væri að velja besta fólkið til starfa. Hver passaði þig og skipti á þér þegar þú varst á öðru árinu? Þurrkaði tárin, kyssti á kinn og leiddi þig næstu skref? Það er magnað að fá að eldast sem við gerum flest. Sum okkar fá sjúkdóma sem við völdum ekki en valda því að við þurfum aðstoð sem okkar nánasta fólk getur ekki veitt okkur. Eigum við þá að bíða á bráðadeild eftir plássi sem er ekki til og skapa fràflæðisvanda á sjúkrahúsum landsins sem þegar ràða illa við sín verkefni? Aldraðir einstaklingar og aðrir sem þurfa aðstoð eiga betra skilið. Við þessi ríka þjóð sem gefum hlut í bönkum til auðmenna ættum að bera þetta fólk sem byggði upp þetta þjóðfélag à höndum okkar. Veikindi og hrumleiki spyr ekki um stétt né stöðu. Allir vilja halda virðingu sinni og reisn sem lengst og geta verið heima eins lengi og hægt er. Því er það þyngra en tárum taki að horfa à fréttir sem eru áratuga gamlar um þjónustu við heldri borgara þessa lands og sú þjónusta hefur ekkert batnað nema síður sé. Íslendingum er að fjölga og við lifum nú lengur en áður og því þarf að hugsa öldrunarþjónustu út frá því og bjóða uppá fleiri lausnir í þjónustu við þennan hóp. Við þurfum að efla forvarnir og þannig fækka lífsstílstengdum sjúkdómum sem herja á eldri borgara. Það þarf að auka virkni þeirra og hlúa að vitrænni getu og andlegri heilsu ekki síður en líkamlegri. Auka heimaþjónustu, dagvist og að sjálfsögðu fjölga hjúkrunarrýmum strax. Aldraðir sem sumir vita ekki hvar þeir búa eða þekkja ekki fólkið sitt eru ekki þrýstihópur sem beina orðum sínum til stjórnvalda. Því vil ég, amma með umhyggju fyrir barnabarni og áhyggjur af efri árum mínum, skora á stjórnvöld að standa í lappirnar og laga þessi mál sem fyrst. Við getum svo miklu betur við upphaf og enda lífs bara ef við viljum. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er magnað að fylgjast með nýju lífi koma í heiminn, ótrúleg sköpun sem á 9 mánuðum vex og dafnar í móðurkviði, fæðist og tekur sinn fyrsta andardrátt. Flest börn fá sem betur fer góða umönnun á fyrstu mánuðum lífs síns. Brjóstamjólk, ást og umhyggju og allir reyna að gera sitt besta við að sinna nýja fjölskyldumeðlimnum. Við Íslendingar erum lánsöm að báðir foreldrar geta nú tekið virkan þátt í því en fæðingarorlof er mikilvægt fyrir bæði foreldra og barn. En hvað tekur svo við? Óvissa og aftur óvissa. Dagmæður eru ekki á lausu og kostnaður við að nýta sér þeirra þjónustu er mun meiri en niðurgreidd leikskólagjöld sveitarfélaganna. Í raun er kostnaður við daggæslu barna upp að 18 mánaða aldri allt að 100 þús. krónur à mánuði. Nàmsmenn hafa forgang í suma leikskóla og fà plàss fyrir börn sín þar fyrr en aðrir. Það er vel þekkt að sumir hafa skráð sig i nàm bara til að fá pláss fyrir barnið í dagvist. Hvers vegna er ekki öll þessi þjónusta á sama verði og niðurgreidd fyrir öll börn? Börnin eru sett í hendur ókunnugra í átta tíma á dag og oftast gengur það vel en munum að á þessum árum geta þau ekki tjáð sig. Þetta eru árin sem engin man og þessi ár móta þau fyrir lífstíð. Ómálga börn hafa ekki talsmann eða rödd sem berst fyrir þeirra réttindum. Að sjálfsögðu ættu leikskólar að standa öllum börnum opnir þegar fæðingarorlofi lýkur og vera foreldrum gjaldfrjálsir. Starfsfólk sem sinnir okkar dýrmætasta fólki ætti að vera betur launað og þau störf eftirsóknarverð þannig að hægt væri að velja besta fólkið til starfa. Hver passaði þig og skipti á þér þegar þú varst á öðru árinu? Þurrkaði tárin, kyssti á kinn og leiddi þig næstu skref? Það er magnað að fá að eldast sem við gerum flest. Sum okkar fá sjúkdóma sem við völdum ekki en valda því að við þurfum aðstoð sem okkar nánasta fólk getur ekki veitt okkur. Eigum við þá að bíða á bráðadeild eftir plássi sem er ekki til og skapa fràflæðisvanda á sjúkrahúsum landsins sem þegar ràða illa við sín verkefni? Aldraðir einstaklingar og aðrir sem þurfa aðstoð eiga betra skilið. Við þessi ríka þjóð sem gefum hlut í bönkum til auðmenna ættum að bera þetta fólk sem byggði upp þetta þjóðfélag à höndum okkar. Veikindi og hrumleiki spyr ekki um stétt né stöðu. Allir vilja halda virðingu sinni og reisn sem lengst og geta verið heima eins lengi og hægt er. Því er það þyngra en tárum taki að horfa à fréttir sem eru áratuga gamlar um þjónustu við heldri borgara þessa lands og sú þjónusta hefur ekkert batnað nema síður sé. Íslendingum er að fjölga og við lifum nú lengur en áður og því þarf að hugsa öldrunarþjónustu út frá því og bjóða uppá fleiri lausnir í þjónustu við þennan hóp. Við þurfum að efla forvarnir og þannig fækka lífsstílstengdum sjúkdómum sem herja á eldri borgara. Það þarf að auka virkni þeirra og hlúa að vitrænni getu og andlegri heilsu ekki síður en líkamlegri. Auka heimaþjónustu, dagvist og að sjálfsögðu fjölga hjúkrunarrýmum strax. Aldraðir sem sumir vita ekki hvar þeir búa eða þekkja ekki fólkið sitt eru ekki þrýstihópur sem beina orðum sínum til stjórnvalda. Því vil ég, amma með umhyggju fyrir barnabarni og áhyggjur af efri árum mínum, skora á stjórnvöld að standa í lappirnar og laga þessi mál sem fyrst. Við getum svo miklu betur við upphaf og enda lífs bara ef við viljum. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar