Kunnuglegt stef í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 2. maí 2022 07:46 Nú þegar kosningar til sveitarstjórna nálgast og frambjóðendur kynna sig og stefnu sinna framboða er mikilvægt að leggja við hlustir og heyra hvað frambjóðendur eru raunverulega að segja. Ekkert ákall eftir einkarekstri Ýmsir flokkar sem bjóða fram í Kópavogi vilja bæta þjónustu og jafnframt lækka skatta. Á mannamáli þýðir það að fólk vill hækka þjónustugjöld, því kostnaður við leikskóla lækkar ekki við að bæta þjónustuna. Ef foreldrar eiga ekki að borga brúsann við bætta þjónustu þarf fjármagn að koma úr bæjarsjóði og til þess þarf tekjur. Vinstri græn vilja að leikskólinn sé gjaldfrjáls og fjármagnaður að fullu af sveitarfélaginu. Það er líklegt að þetta þurfi að gera í skrefum, en leikskólinn verður ekki gjaldfrjáls nema við sem samfélag tökum ákvörðun um að þannig eigi það að vera. Þá vilja sumir flokkarnir að horft verði í meira mæli til einkarekstrar við rekstur leikskóla. Vinstri græn hafna því að lengra verði gengið í að einkavæða grunnþjónustu samfélagsins. Í gegnum tíðina hafa hægri flokkarnir í Kópavogi ítrekað reynt að útvista þjónustu sem Vinstri græn vilja að sveitarfélagið reki. Nægir þar að nefna sundlaugarnar og leikskóla. Það er hvergi ákall meðal notenda þjónustu um að hún verði sett í hendurnar á aðilum sem ætla að hagnast á henni. Í Kópavogi eru góðir leik- og grunnskólar með metnaðarfullu starfi og frábæru starfsfólki. Við eigum að hlúa að því starfi með því að bæta aðstöðu og og kjör starfsfólks. Heimgreiðslur eru gamaldags hugsun Annað kunnuglegt stef heyrðist svo í útvarpsþætti um daginn þar sem flestir flokkarnir vildu endurvekja hugmynd frá síðustu öld um heimgreiðslur til foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Heimgreiðslu hugmyndin hefur skotið upp kollinum öðru hverju, en jafnan verið bent á vankanta þeirrar hugmyndar. Bent hefur verið á, og reynslan hefur sýnt,að það væru fyrst og fremst konur sem fara inn á heimilin. Heimgreiðslur eru semsagt tæki sem ýtir konum út af vinnumarkaði á kostnað karla. Samfélagið á ekki að nota þessa leið til að leysa leikskólavandann eða brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við eigum miklu frekar að finna leiðir í samvinnu við ríkið til að taka fyrr á móti börnum í leikskólana, strax að loknu fæðingarorlofi og byrja þá vinnu að lengja fæðingarorlofið í 18 mánuði. Dagforeldrar sem hafa verið valkostur margra eiga að niðurgreiðast á sama hátt og leikskólinn. Skólinn er hornsteinn velferðar og jöfnuðar í samfélaginu og á að vera það áfram. Vandi leikskóla verður hvorki leystur með auknum einkarekstri né heimgreiðslum. Hann verður leystur með samfélagslegu átaki um að viðurkenna í raun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið, fjármagnað af sveitarfélögunum að fullu, rétt eins og grunnskólinn. Höfundur er læknir er oddviti Vinstri grænna í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar til sveitarstjórna nálgast og frambjóðendur kynna sig og stefnu sinna framboða er mikilvægt að leggja við hlustir og heyra hvað frambjóðendur eru raunverulega að segja. Ekkert ákall eftir einkarekstri Ýmsir flokkar sem bjóða fram í Kópavogi vilja bæta þjónustu og jafnframt lækka skatta. Á mannamáli þýðir það að fólk vill hækka þjónustugjöld, því kostnaður við leikskóla lækkar ekki við að bæta þjónustuna. Ef foreldrar eiga ekki að borga brúsann við bætta þjónustu þarf fjármagn að koma úr bæjarsjóði og til þess þarf tekjur. Vinstri græn vilja að leikskólinn sé gjaldfrjáls og fjármagnaður að fullu af sveitarfélaginu. Það er líklegt að þetta þurfi að gera í skrefum, en leikskólinn verður ekki gjaldfrjáls nema við sem samfélag tökum ákvörðun um að þannig eigi það að vera. Þá vilja sumir flokkarnir að horft verði í meira mæli til einkarekstrar við rekstur leikskóla. Vinstri græn hafna því að lengra verði gengið í að einkavæða grunnþjónustu samfélagsins. Í gegnum tíðina hafa hægri flokkarnir í Kópavogi ítrekað reynt að útvista þjónustu sem Vinstri græn vilja að sveitarfélagið reki. Nægir þar að nefna sundlaugarnar og leikskóla. Það er hvergi ákall meðal notenda þjónustu um að hún verði sett í hendurnar á aðilum sem ætla að hagnast á henni. Í Kópavogi eru góðir leik- og grunnskólar með metnaðarfullu starfi og frábæru starfsfólki. Við eigum að hlúa að því starfi með því að bæta aðstöðu og og kjör starfsfólks. Heimgreiðslur eru gamaldags hugsun Annað kunnuglegt stef heyrðist svo í útvarpsþætti um daginn þar sem flestir flokkarnir vildu endurvekja hugmynd frá síðustu öld um heimgreiðslur til foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Heimgreiðslu hugmyndin hefur skotið upp kollinum öðru hverju, en jafnan verið bent á vankanta þeirrar hugmyndar. Bent hefur verið á, og reynslan hefur sýnt,að það væru fyrst og fremst konur sem fara inn á heimilin. Heimgreiðslur eru semsagt tæki sem ýtir konum út af vinnumarkaði á kostnað karla. Samfélagið á ekki að nota þessa leið til að leysa leikskólavandann eða brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við eigum miklu frekar að finna leiðir í samvinnu við ríkið til að taka fyrr á móti börnum í leikskólana, strax að loknu fæðingarorlofi og byrja þá vinnu að lengja fæðingarorlofið í 18 mánuði. Dagforeldrar sem hafa verið valkostur margra eiga að niðurgreiðast á sama hátt og leikskólinn. Skólinn er hornsteinn velferðar og jöfnuðar í samfélaginu og á að vera það áfram. Vandi leikskóla verður hvorki leystur með auknum einkarekstri né heimgreiðslum. Hann verður leystur með samfélagslegu átaki um að viðurkenna í raun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið, fjármagnað af sveitarfélögunum að fullu, rétt eins og grunnskólinn. Höfundur er læknir er oddviti Vinstri grænna í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun