Takk, kæri kennari! Björn Páll Fálki Valsson skrifar 2. maí 2022 10:32 Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum. Okkur í M-listanum finnst að þú eigir betra skilið. Skref eitt: Hækkum grunnlaun leikskólakennara um 14%. Skref eitt tæki gildi 1.ágúst 2022. Skref tvö: Aukinn stuðningur við grunnskólakennara. Skref tvö tæki gildi ekki seinna en 1.janúar 2023. Skref þrjú: Koma á hvatakerfi hjá leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem þrettándi mánuðurinn er í boði. Skref þrjú tæki gildi sem fyrst. Fyrsta skrefið er að ráðast á rót vandans sem er að fjölga leikskólakennurum í Hafnarfirði, í dag er innan við 25% menntaðir leikskólakennarar við störf hjá leikskólum Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt eiga þeir að vera 66%, þeim hefur aðeins fækkað á kjörtímabilinu. Leikskólar verða að geta sinnt sínum lögbundnu skyldum enda snýr hlutverk hans að börnum tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Skref tvö er ekki síður mikilvægt, innleiðing skóla án aðgreiningar verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara ef við viljum þjóna hverjum nemanda á hans forsendum.Í dag eru kennarar oft með fjölbreyttan nemendahóp, þar sem hluti hópsins glímir við raskanir af ýmsu tagi og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku, auknar kröfur eru frá foreldrum en áður og aukið vinnuálag tengt ýmsum þáttum skólastarfsins. Sem betur fer gengur þetta oft frábærlega hjá okkar flottu kennurum, nú er bara komið að því að kennarar þurfa mikinn stuðning frá skólastjórnendum og fjölbreyttum fagstéttum sem þurfa að vera til staðar í skólakerfinu. Það er hlutverk þeirra sem gefa kost á sér í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tryggja góðan stuðning við kennara og skólastjórnendur, það ætlum við í Miðflokknum að gera. Skref þrjú. Tilgangur hvatakerfa er að sameina hagsmuni starfsmanna og íbúa með því að umbuna starfsmönnum fyrir að uppfylla væntingar íbúa um árangur í starfi. Aukin ánægja starfsfólks getur einnig skilað sér í færri forföllum með minni starfsmannaveltu þar sem sumir árgangar hafa verið að fá nýjan umsjónarkennara nánast á hverju skólaári.Við erum líka í samkeppni við önnur sveitarfélög um kennara, ég vona að þessi þrjú skref séu í áttina að betra daglegu skólastarfi. Góð leið fyrir þig. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir það starf sem þú hefur innt af hendi um leið og þú færð í fangið meira álag á sömu launum. Okkur í M-listanum finnst að þú eigir betra skilið. Skref eitt: Hækkum grunnlaun leikskólakennara um 14%. Skref eitt tæki gildi 1.ágúst 2022. Skref tvö: Aukinn stuðningur við grunnskólakennara. Skref tvö tæki gildi ekki seinna en 1.janúar 2023. Skref þrjú: Koma á hvatakerfi hjá leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem þrettándi mánuðurinn er í boði. Skref þrjú tæki gildi sem fyrst. Fyrsta skrefið er að ráðast á rót vandans sem er að fjölga leikskólakennurum í Hafnarfirði, í dag er innan við 25% menntaðir leikskólakennarar við störf hjá leikskólum Hafnarfjarðar. Lögum samkvæmt eiga þeir að vera 66%, þeim hefur aðeins fækkað á kjörtímabilinu. Leikskólar verða að geta sinnt sínum lögbundnu skyldum enda snýr hlutverk hans að börnum tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Skref tvö er ekki síður mikilvægt, innleiðing skóla án aðgreiningar verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara ef við viljum þjóna hverjum nemanda á hans forsendum.Í dag eru kennarar oft með fjölbreyttan nemendahóp, þar sem hluti hópsins glímir við raskanir af ýmsu tagi og sífellt fleiri börn með annað móðurmál en íslensku, auknar kröfur eru frá foreldrum en áður og aukið vinnuálag tengt ýmsum þáttum skólastarfsins. Sem betur fer gengur þetta oft frábærlega hjá okkar flottu kennurum, nú er bara komið að því að kennarar þurfa mikinn stuðning frá skólastjórnendum og fjölbreyttum fagstéttum sem þurfa að vera til staðar í skólakerfinu. Það er hlutverk þeirra sem gefa kost á sér í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tryggja góðan stuðning við kennara og skólastjórnendur, það ætlum við í Miðflokknum að gera. Skref þrjú. Tilgangur hvatakerfa er að sameina hagsmuni starfsmanna og íbúa með því að umbuna starfsmönnum fyrir að uppfylla væntingar íbúa um árangur í starfi. Aukin ánægja starfsfólks getur einnig skilað sér í færri forföllum með minni starfsmannaveltu þar sem sumir árgangar hafa verið að fá nýjan umsjónarkennara nánast á hverju skólaári.Við erum líka í samkeppni við önnur sveitarfélög um kennara, ég vona að þessi þrjú skref séu í áttina að betra daglegu skólastarfi. Góð leið fyrir þig. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar