Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2022 14:15 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, var sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í ótilgreindu einkahlutafélagi, sem nú er afskráð, ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri félagsins Manninum var gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti í rekstri einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin júlí-ágúst til og með nóvember-desember árið 2019, samtals að fjárhæð rúmlega 141 milljón króna. Vildi að fésektarlágmark ætti ekki við Maðurinn játaði sök fyrir dómi en krafðist þess að fésektarlágmark, sem er að lágmarki tvöföld þeirri skattfjárhæð sem um ræðir, ætti ekki við í málinu. Lagði hann fram gögn sem sýndu að á tímabilinu 8. október 2019 til 4. maí 2020 hafi 128,5 milljónir króan verið greiddar inn á skattskuldir einkahlutafélagsins en einungis 809 þúsund krónur farið inn á höfuðstól krafna þeirra virðisaukaskattskulda sem ákært var fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur leit meðal annars til þess að maðurinn játaði greiðlega sök í málinu.Vísir/Vilhelm. Var bent á að hefði maðurinn óskað þess að greiðslurnar rynnu inn á höfuðstól kröfu vegna ógreidds virðisaukaskatts hefði krafan vegna hans einungis numið rúmlega þrettán milljónum króna. Í dómi héraðsdóms segir að til þess að fésektarlágmark eigi ekki við þyrfti eigi minna en þriðjungur þess sem gjaldfallið var að vera greitt, því teldust greiðslurnar í þessu tilfelli ekki vera verulegar. Var fésektarlágmar því látið gilda. Litið til greiðlegrar játningar Alls þarf maðurinn því að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna, eða tvöfalda þá skattupphæð sem um ræðir í málinu. Greiði maðurinn ekki skuldina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta 360 daga fangelsi. Þá var maðurinn einnig dæmdur í 24 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverð brot og að litið hafi verið til greiðlegrar játningar hans í málinu. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, var sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í ótilgreindu einkahlutafélagi, sem nú er afskráð, ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri félagsins Manninum var gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti í rekstri einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin júlí-ágúst til og með nóvember-desember árið 2019, samtals að fjárhæð rúmlega 141 milljón króna. Vildi að fésektarlágmark ætti ekki við Maðurinn játaði sök fyrir dómi en krafðist þess að fésektarlágmark, sem er að lágmarki tvöföld þeirri skattfjárhæð sem um ræðir, ætti ekki við í málinu. Lagði hann fram gögn sem sýndu að á tímabilinu 8. október 2019 til 4. maí 2020 hafi 128,5 milljónir króan verið greiddar inn á skattskuldir einkahlutafélagsins en einungis 809 þúsund krónur farið inn á höfuðstól krafna þeirra virðisaukaskattskulda sem ákært var fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur leit meðal annars til þess að maðurinn játaði greiðlega sök í málinu.Vísir/Vilhelm. Var bent á að hefði maðurinn óskað þess að greiðslurnar rynnu inn á höfuðstól kröfu vegna ógreidds virðisaukaskatts hefði krafan vegna hans einungis numið rúmlega þrettán milljónum króna. Í dómi héraðsdóms segir að til þess að fésektarlágmark eigi ekki við þyrfti eigi minna en þriðjungur þess sem gjaldfallið var að vera greitt, því teldust greiðslurnar í þessu tilfelli ekki vera verulegar. Var fésektarlágmar því látið gilda. Litið til greiðlegrar játningar Alls þarf maðurinn því að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna, eða tvöfalda þá skattupphæð sem um ræðir í málinu. Greiði maðurinn ekki skuldina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta 360 daga fangelsi. Þá var maðurinn einnig dæmdur í 24 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverð brot og að litið hafi verið til greiðlegrar játningar hans í málinu.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira