Matvæli eða öskuhaugar Guðmundur Oddgeirsson skrifar 3. maí 2022 07:45 Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar