Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 21:39 Kyana Sue segir Ísland vera heimilið sitt og vill vera hér áfram og lifa því lífi sem hún hefur byggt upp. Aðsend Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok. Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Sjá meira
Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok.
Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Sjá meira