Vaktin: Sökktu Moskvu með hjálp Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 5. maí 2022 06:36 Moskva sökk þann 14. apríl. Úkraínuher hefur tekist að fella fjölda rússneskra herforingja með því að nýta upplýsingar frá öryggisyfirvöldum í Bandaríkjunum. Upplýsingarnar hafa meðal annars snúið að staðsetningu færanlegra höfuðstöðva Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, afsökunar í dag. Það var vegna ummæla Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali í daginn þar sem hann líkti Vólódímir Selenskí, forseta Úkraínu, við Hitler og sagði að Hitler hefði verið með „gyðingablóð“. Harðir bardagar geysa enn í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól þar sem Rússar eru sagðir reyna að sigra síðustu verjendur borgarinnar og ná fullum tökum á henni. Svíar segjast hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönnum þess efnis að öryggi landsins verði tryggt ef Svíar ákveða að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkvæmt frétt New York Times um aðstoð Bandaríkjanna til handa Úkraínumönnum telja síðarnefndu sig hafa náð að drepa tólf rússneska hershöfðingja. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa enn einu sinni hafa svikið loforð um vopnahlé við Azovstal-verksmiðjuna í Maríupól. Rússar höfðu sagst myndu opna „mannúðarhlið“ frá verksmiðjunni í þrjá daga, frá og með deginum í dag en Úkraínumenn segja árásir enn standa yfir. Í gær tókst að bjarga 344 frá verksmiðjunni. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að efna til herskrúðgöngu í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar þeir fagna „sigurdeginum“; deginum þegar sigur vannst á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við aðra leiðtoga G7-ríkjanna í vikunni um enn frekari refsiaðerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, afsökunar í dag. Það var vegna ummæla Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali í daginn þar sem hann líkti Vólódímir Selenskí, forseta Úkraínu, við Hitler og sagði að Hitler hefði verið með „gyðingablóð“. Harðir bardagar geysa enn í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól þar sem Rússar eru sagðir reyna að sigra síðustu verjendur borgarinnar og ná fullum tökum á henni. Svíar segjast hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönnum þess efnis að öryggi landsins verði tryggt ef Svíar ákveða að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkvæmt frétt New York Times um aðstoð Bandaríkjanna til handa Úkraínumönnum telja síðarnefndu sig hafa náð að drepa tólf rússneska hershöfðingja. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa enn einu sinni hafa svikið loforð um vopnahlé við Azovstal-verksmiðjuna í Maríupól. Rússar höfðu sagst myndu opna „mannúðarhlið“ frá verksmiðjunni í þrjá daga, frá og með deginum í dag en Úkraínumenn segja árásir enn standa yfir. Í gær tókst að bjarga 344 frá verksmiðjunni. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að efna til herskrúðgöngu í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar þeir fagna „sigurdeginum“; deginum þegar sigur vannst á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við aðra leiðtoga G7-ríkjanna í vikunni um enn frekari refsiaðerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira